Viðskiptatengd ferðamennska. Virðisskapandi þættir í markaðsmiðun M.I.C.E. vörunnar almennt og í Reykjavík

Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram þá virðisskapandi þætti sem mikilvægt er að hafa í huga við markaðsmiðun þeirrar viðskiptatengdu ferðamennsku sem tengist fundum, ráðstefnum, hvataferðum og sölusýningum (M.I.C.E). Aðaláherslan er á áfangastaði og hvaða þættir það eru sem valdi því að ein...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Karlsdóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24728
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram þá virðisskapandi þætti sem mikilvægt er að hafa í huga við markaðsmiðun þeirrar viðskiptatengdu ferðamennsku sem tengist fundum, ráðstefnum, hvataferðum og sölusýningum (M.I.C.E). Aðaláherslan er á áfangastaði og hvaða þættir það eru sem valdi því að einn áfangastaður er valin umfram aðra í slíkri ferðamennsku. Einnig er markmið að finna þá þætti sem eru ráðandi í að móta virði Reykjavíkur í M.I.C.E. ferðamennsku. Notaðar voru fræðilegar upplýsingar og upplýsingar úr rannsóknum CBI og Cvent. Auk þess var framkvæmd megindleg rannsókn sem lögð var fyrir erlenda M.I.C.E. skipuleggjendur úr tengslaneti Meet in Reykjavík (MIR). Niðurstöðurnar leiða í ljós að það er að ýmsu að huga við markaðsmiðun áfangastaða í M.I.C.E. ferðamennsku. Flestir þættir sem lúta að aðdráttarafli áfangastaða, bæði svokallaðir erfðir og áunnir þættir auka virði í M.I.C.E. ferðamennsku. Hinir áunnu þættir, eins og gisting og viðburðaraðstaða, virðast þó skapa meira virði en hinir erfðu þættir. Eins og staðan er í dag eru þessir áunnu þættir á áfangastöðum flestir mjög samkeppnishæfir og til að auka virði er því mikilvægt að draga fram sérstöðu þeirra. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að náttúran og einstakleiki Reykjavíkurborgar þ.e. hinir erfðu þættir áfangastaða frekar en hinir áunnu skapa Reykjavík ákveðna sérstöðu og þar með samkeppnisforskot í M.I.C.E. ferðamennsku. The purpose of this paper is to find the value based factors that are important in the target marketing (STP-marketing) of the business tourism product that applies to meetings, incentives, conferences and exhibitions (M.I.C.E.). An explicit focus is on the decision making of M.I.C.E. planners when deciding which destination to pick for events. The purpose of this paper is also to find which factors are dominant in creating value for the M.I.C.E. product in Reykjavík. Quantitative analysis was conducted among the M.I.C.E. planners who are in the contact database of Meet in Reykjavík (MIR). Different theoretical ...