Þjónustukönnun á Tannlæknadeild Háskóla Íslands. Viðhorf og reynsla sjúklinga af þjónustu Tannlæknadeildar Háskóla Íslands

Tilgangur: Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu sjúklinga sem sækja þjónustu til Tannlæknadeildar Háskóla Íslands (THÍ). Skoðuð voru samskipti og upplýsingaflæði milli meðferðaraðila, starfsfólks og sjúklinga. Kannað var hvernig sjúklingar upplifa þjónustu Tannlæknadeilda...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Thelma Hulda Símonardóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24697
Description
Summary:Tilgangur: Megin tilgangur rannsóknarinnar var að kanna upplifun og reynslu sjúklinga sem sækja þjónustu til Tannlæknadeildar Háskóla Íslands (THÍ). Skoðuð voru samskipti og upplýsingaflæði milli meðferðaraðila, starfsfólks og sjúklinga. Kannað var hvernig sjúklingar upplifa þjónustu Tannlæknadeildarinnar og leitast var við að svara rannsóknarspurningunni: Hvernig upplifa sjúklingar þjónustu og meðferð Tannlæknadeildar Háskóla Íslands? Aðferðir: Notast var við megindlega rannsóknaraðferð, þar sem útprentaður spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur. Þátttakendur voru 91 talsins og 87 spurningalistar voru nothæfir við úrvinnslu gagnanna. Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið Microsoft Excel. Rannsakandi notaði lýsandi tölfræði fyrir niðurstöður rannsóknarinnar. Niðurstöður: Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að meirihluti þátttakenda fannst mjög auðvelt að eiga samskipti við tannlæknanemann og sama gildir um almenna ánægju með þjónustu THÍ. Rúmlega 73% þátttakenda voru mjög ánægðir með meðferðina hjá tannlæknanemanum og enginn þátttakandi fann fyrir mjög miklu óöryggi í stólnum. Meirihluti þátttakenda fannst viðmót starfsfólks í móttöku vera mjög gott. Rúmlega helmingur þátttakenda var mjög sammála því að hafa fengið nægjanlegar upplýsingar varðandi greiðslufyrirkomulag bæði hjá starfsfólkinu í móttökunni og hjá tannlæknanemanum. Helmingur þátttakendanna voru mjög ánægðir með kostnaðinn og rúmlega 35% voru ánægðir með hann. Ályktun: Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar má áætla að sjúklingar sem nýta sér þjónustu THÍ séu almennt ánægðir með þjónustuna sem deildin býður upp á og eru mjög ánægðir með að geta nýtt sér slíka þjónustu fyrir lægra gjald en tíðkast annars staðar. Lykilorð: Samfélagstannlækningar, tannheilbrigðisþjónusta, Tannlæknadeild. Purpose: The main purpose of this research is to find out patients experience that seek the services of the Faculty of Odontology at the University of Iceland (THÍ). The emphasis is to examine communication and the flow of information between the ...