Hreyfing og kyrrseta þungaðra kvenna á Íslandi: Rannsóknaráætlun

Bakgrunnur: Ávinningur reglulegrar hreyfingar á meðgöngu er mikill, en þrátt fyrir það hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á minnkaða hreyfingu og aukna kyrrsetu á meðgöngu. Engar slíkar rannsóknir virðast hafa verið gerðar hér á landi og er því þörf á að rannsaka efnið. Markmið: Markmið rannsóknarin...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Birna Pétursdóttir 1988-, Fanney Magnúsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24687
Description
Summary:Bakgrunnur: Ávinningur reglulegrar hreyfingar á meðgöngu er mikill, en þrátt fyrir það hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á minnkaða hreyfingu og aukna kyrrsetu á meðgöngu. Engar slíkar rannsóknir virðast hafa verið gerðar hér á landi og er því þörf á að rannsaka efnið. Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka hreyfingu og kyrrsetu þungaðra kvenna á Íslandi og rýna í hvaða þættir geti haft hvetjandi og hindrandi áhrif á þátttöku þeirra í hreyfingu. Rannsakað verður hvort hreyfing, kyrrseta og form hreyfingar breytist eftir þriðjungum meðgöngu. Aðferð: Byggt verður á blandaðri rannsóknaraðferð með samleitandi rannsóknarsniði. Þátttakendur verða þungaðar konur frá fjórum heilsugæslustöðvum af landinu, bæði úr dreifbýli og þéttbýli. Konurnar (N = 200) verða valdar með heildarúrtöku fyrir megindlegan hluta og með tilgangsúrtaki fyrir eigindlegan hluta (N = 20). Gagnasöfnun mun fara fram á sex mánaða tímabili. Megindlegra þversniðsgagna verður aflað þar sem hreyfing, kyrrseta og form hreyfingar verður rannsakað. Notast verður við bakgrunnsspurningar, staðlaðan spurningalista um hreyfingu (PPAQ) og ActiGraph hröðunarmæla. Rýnihópaviðtöl verða notuð til að afla eigindlegra gagna um hvata og hindranir til hreyfingar. Alls verða fjórir rýnihópar með sex þátttakendum í hverjum hóp. Ályktun: Niðurstöður rannsóknarinnar munu varpa ljósi á hvernig hreyfingu og kyrrsetu þungaðra kvenna er háttað hér á landi. Slíkar upplýsingar eru grunnur fyrir hvers konar fræðslu og forvarnir á sviðinu. Vegna sérþekkingar sjúkraþjálfara á hreyfingu gætu þeir gegnt lykilhlutverki við slíkar ráðleggingar. Background: The benefits of exercise during pregnancy are substantial, but physical activity among pregnant women has been shown to decrease while sedentary behaviour increases. No studies on physical activity during pregnancy have been carried out in Iceland. Objective: The objective of this study is to evaluate exercise and sedentary behaviour amongst pregnant women in Iceland and review factors motivating or inhibiting exercise ...