Rannsókn á kennslu Bjargráðs – Félags læknanema um endurlífgun

Inngangur: Haustið 2013 var stofnað félag að frumkvæði Bergþórs Steins Jónssonar í Læknadeild HÍ sem hafði það markmið að fræða framhaldsskólanema um skyndihjálp. Félagið fékk nafnið Bjargráður og hefur frá stofnun sótt marga skóla heim þar sem fluttir hafa verið uþb. klukkustundar langir fyrirlesta...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ívar Elí Sveinsson 1992-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24644
Description
Summary:Inngangur: Haustið 2013 var stofnað félag að frumkvæði Bergþórs Steins Jónssonar í Læknadeild HÍ sem hafði það markmið að fræða framhaldsskólanema um skyndihjálp. Félagið fékk nafnið Bjargráður og hefur frá stofnun sótt marga skóla heim þar sem fluttir hafa verið uþb. klukkustundar langir fyrirlestar um endurlífgun ásamt sýnikennslu á endurlífgunardúkkum. Markmið félagsins er að auka meðvitund í samfélaginu um mikilvægi endurlífgunar nærstaddra (e. Bystander CPR) og leggja grunn að kunnáttu í endurlífgun. Markmið þessarar rannsóknar er að athuga hversu vel efni fyrirlestrarins situr eftir hjá nemendum, hvert almennt viðhorf þeirra til ýmissa atriða endurlífgunar er og hvað mætti betur fara í kennslu Bjargráðs. Efniviður og aðferðir: Lagt var 15 spurninga krossapróf fyrir nemendur á fyrsta, öðru og þriðja námsári í Menntaskólanum í Reykjavík og Verslunarskóla Íslands í október 2015 og febrúar/mars 2016. Þýði var samtals 1513 nemendur á framhaldsskólastigi. Prófað var úr undirstöðu atriðum endurlífgunar til þess að meta kunnáttu nemenda. Nemendum á fyrsta námsári í báðum skólum var skipt í tvennt, annar helmingurinn prófaður fyrir fræðslu Bjargráðs og hinn helmingurinn fjórum mánuðum eftir fræðsluna. Þeir hópar voru bornir saman ásamt því að athuga hvað sat eftir af þekkingu hjá öðru og þriðja námsári sem fengu fræðslu Bjargráðs fyrir einu og tveimur árum. Niðurstöður: Samtals tóku 1218 nemendur prófið í rannsókninni og var því svarhlutfall 80,5%. Mikil grunnþekking í skyndihjálp var til staðar hjá þýði og hafði 46,6% nemenda áður farið á skyndihjálparnámskeið fyrir fræðslu Bjargráðs. Einkunn var reiknuð fyrir alla nemendur út frá spurningum 1-13 á prófinu. Nemandi taldist hafa staðist prófið ef hann svaraði 7 eða fleiri spurningum réttum sem jafngildir 5.38 í einkunn eða hærra. Við skoðun gagna kom í ljós að fyrir fræðslu Bjargráðs var grunnþekking meiri hjá þeim hóp sem áður hafði farið á námskeið í endurlífgun (45,5% stóðust, p<0.001) heldur en hjá þeim hóp sem ekki hafði farið á námskeið í endurlífgun ...