Þátttaka starfsfólks í nýsköpun á Íslandi. Er hugvit starfsfólks vannýtt auðlind?

Stöðugt finnast tækifæri til framfara sem rekja má til nýsköpunar, stöðugra umbóta og straumlínustjórnunar (e. Lean). Rannsóknir sýna að fyrirtæki geta hagnast á því að láta starfsfólk taka þátt í nýsköpun. Þátttaka starfsfólks í nýsköpun er í raun regnhlífarhugtak yfir straumlínustjórnun, stöðugar...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24616
Description
Summary:Stöðugt finnast tækifæri til framfara sem rekja má til nýsköpunar, stöðugra umbóta og straumlínustjórnunar (e. Lean). Rannsóknir sýna að fyrirtæki geta hagnast á því að láta starfsfólk taka þátt í nýsköpun. Þátttaka starfsfólks í nýsköpun er í raun regnhlífarhugtak yfir straumlínustjórnun, stöðugar umbætur og alhliða gæðastjórnun. Markmiðið með rannsókninni er að svara rannsóknarspurningunni: „Hver er staðan varðandi þátttöku starfsfólks í nýsköpun á Íslandi samkvæmt aðlöguðu mælitæki Bessant?“ Gerð var megindleg rannsókn í formi spurningakönnunar með mælitækinu ásamt spurningum frá höfundi um kostnaðarvitund og straumlínustjórnun sem bætt var við til að auka fræðilegt framlag og hagnýtt gildi. Niðurstöður ættu að gefa nokkuð góða mynd af stöðunni hjá íslenskum fyrirtækjum en samtals 391 svaraði könnuninni frá 75 fyrirtækjum. Þó skyldi ávallt að fara varlega í að alhæfa um niðurstöður. Hafa ber í huga að í heildarniðurstöðum eru stjórnendur um 44% þátttakenda en forgangsröðun og svör almenns starfsfólks er samkvæmt rannsókninni ekki þau sömu og hjá stjórnendum. Einnig er staðan töluvert misjöfn á milli einstakra fyrirtækja. Helstu niðurstöður sýna að styrkleikar íslenskra fyrirtækja liggja í að 80% starfsfólks finnst eins og yfirmenn þeirra hlusti á hugmyndir þeirra og taki tillit til þeirra. Um 85% finnst það taka þátt í að móta vinnu innan sinnar deildar. Helstu áskoranir eru að um 44% telja að ferlar séu ekki til staðar til að deila þekkingu, 58% telja stjórnendur ekki hafa samráð vegna yfirvofandi breytinga og 59% telja að fyrirtæki gefi starfsfólki ekki svigrúm til að vinna að umbótum. Helstu niðurstöður sýna einnig að 70% svarenda segjast sammála því að leitast sé við að útrýma sóun, tvíverknaði og auka skilvirkni. Það voru eingöngu um 57% sammála að það ríki almenn kostnaðarvitund innan fyrirtækja. Um 60% svarenda telja að allt starfsfólk taki þátt í umbótastarfi. Sambærilegar niðurstöður eru ekki tiltækar á Íslandi svo áhugavert getur verið fyrir fyrirtæki að sjá hvar helstu tækifærin liggja til að ...