Fjármálaeftirlit á Íslandi fyrir og eftir hrun. Eiginfjárkröfur og rekstur

Í ljósi atburðanna sem áttu sér stað í fjármálakerfinu í október árið 2008 á Íslandi var mikið rætt um eftirlit á fjármálamarkaði. Með auknum vexti stærstu viðskiptabankanna þriggja hefði eftirlit átt að vaxa með. Fjármálaeftirlitið á Íslandi hefur eftirlit með eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamark...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Kristín Guðmundsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24601
Description
Summary:Í ljósi atburðanna sem áttu sér stað í fjármálakerfinu í október árið 2008 á Íslandi var mikið rætt um eftirlit á fjármálamarkaði. Með auknum vexti stærstu viðskiptabankanna þriggja hefði eftirlit átt að vaxa með. Fjármálaeftirlitið á Íslandi hefur eftirlit með eftirlitsskyldum aðilum á fjármálamarkaði og fer eftir ströngum lögum og reglum varðandi starfsemi sína. Fjármálaeftirlitið fylgist meðal annars með eiginfjárhlutfalli bankanna og eru þeir skyldugir til þess að halda ákveðnu lágmarkshlutfalli. Þetta hlutfall þarf að vera í samræmi við meðal annars stærð og áhættu þeirra en þegar yfir heildina er litið var það ekki þannig fyrir hrunið. Þá hefði FME átt að vaxa með auknum vexti fjármálakerfisins hvað varðar mannauð, tekjur og kostnað. Fræðilegri rannsókn var beitt við að komast að því hvernig áherslur í eiginfjárkröfum þróuðust árin fyrir og eftir hrun ásamt því að skoða að hvaða leyti rekstur tók að breytast. Mikið hefur verið skrifað um þessi mál og samkvæmt fyrri rannsóknum hafa eiginfjárkröfur FME aukist með auknum reglugerðum, sem gerði til þess að eiginfjárhlutföll bankanna hækkuðu árin eftir hrun. Rannsóknir sýna að rekstur FME hefur tekið miklum breytingum og rekstrarliðiðir eins og mannauður, verkefnastaða, störf, tekjur og kostnaður FME tóku að aukast til muna.