Markaðssetning alþjóðlegra tónlistarhátíða: Upplifun þeirra sem sjá um markaðsstarf alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi á samfélagsmiðlum við markaðssetningu

Tilgangur tónlistarhátíða er að skapa einstaka upplifun sem ekki fæst annarsstaðar. Sérkenni hverrar einstakrar hátíðar gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa henni samkeppnisforskot á aðrar tónlistarhátíðir. Tónlistarhátíðir laða til sín viðeigandi markhóp en hann ræðst af tónlistarsmekk og öðrum lý...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnar Már Friðriksson 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24544
Description
Summary:Tilgangur tónlistarhátíða er að skapa einstaka upplifun sem ekki fæst annarsstaðar. Sérkenni hverrar einstakrar hátíðar gegnir mikilvægu hlutverki í að skapa henni samkeppnisforskot á aðrar tónlistarhátíðir. Tónlistarhátíðir laða til sín viðeigandi markhóp en hann ræðst af tónlistarsmekk og öðrum lýðfræðilegum þáttum. Alþjóðlegar tónlistarhátíðir á Íslandi og um heim allan notfæra sér samfélagsmiðla á borð við Facebook, Twitter og Instagram í markaðssetningu sinni og eru þeir mikilvægt verkfæri til að mynda tengsl og koma skilaboðum hátíðanna á framfæri. Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hver upplifun þeirra sem sjá um markaðssetningu alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi á samfélagsmiðlum er, og með hvaða hætti slík markaðssetning fer fram. Til að öðlast dýpri skilning á markaðsstarfi á samfélagsmiðlum voru tekin djúpviðtöl við þá einstaklinga sem stýra markaðsstarfi þeirra alþjóðlegu tónlistarhátíða sem haldnar eru á Íslandi. Viðtölin voru síðan greind og túlkuð samkvæmt fyrirbærafræðilegri aðferðafræði. Viðmælendur voru fjórir talsins og eiga það sameiginlegt að sjá um markaðsstarf alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi í dag. Viðtölin voru síðan þemagreind og í kjölfar þess túlkuð. Þemun sem spruttu upp úr rannsókninni voru: 1) Lifandi og breytilegt 2) Það er engin ein formúla lengur 3) Að skapa eitthvað sérstakt 4) Þú verður að vita við hvern þú ert að tala: skilaboðin skipta öllu máli, hlúa þarf að tengslum 5) Facebook ,Twitter og Instagram, og 6) Áreiti úr öllum áttum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að markaðsaðferðir alþjóðlegra tónlistarhátíða á Íslandi á samfélagsmiðlum eru í stöðugri þróun og að markaðssetning fyrir innlendan og erlendan markhóp er aðlöguð hverjum hóp fyrir sig. Samfélagsmiðlar á borð við Facebook, Twitter og Instagram eru auðlind upplýsinga sem nýtast til að greina staðsetningu markhóps og eðli hans og bæta þannig tengslamyndun hátíðanna. Þrátt fyrir marga kosti samfélagsmiðla, geta skilaboð hátíðanna á samfélagsmiðlum flokkast undir áreiti ef ekki er rétt farið að ...