Hver er lögsaga þroskaþjálfa? : starfsvettvangur, menntun og viðhorf þroskaþjálfa

Sérrit 2015 - Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Gæslusystraskóli Íslands, forveri Þroskaþjálfaskóla Íslands, var stofnaður fyrir tæpum 60 árum. Frá þeim tíma hefur nám þroskaþjálfa flust á milli skólastiga og -stofnana. Nú fer nám þroskaþjálfa fram á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Á sama tíma he...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Kristín Björnsdóttir 1974-, Lilja Össurardóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24425
Description
Summary:Sérrit 2015 - Hlutverk og menntun þroskaþjálfa Gæslusystraskóli Íslands, forveri Þroskaþjálfaskóla Íslands, var stofnaður fyrir tæpum 60 árum. Frá þeim tíma hefur nám þroskaþjálfa flust á milli skólastiga og -stofnana. Nú fer nám þroskaþjálfa fram á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Á sama tíma hefur átt sér stað mikil og jákvæð breyting á stöðu fatlaðs fólks í íslensku samfélagi. Það hefur leitt til þess að starfsvettvangur þroskaþjálfa hefur breyst. Meginmarkmið rannsóknarinnar sem hér er til umfjöllunar var að afla upplýsinga um starfsvettvang og menntun þroskaþjálfa. Rannsóknin byggist á spurningalistakönnun sem lögð var fyrir þroskaþjálfa í mars árið 2014. 441 þroskaþjálfi svaraði könnuninni, mikill meirihluti þeirra konur (92%) og um 27% svarenda hafa lokið framhaldsnámi. Í greininni verður sjónum beint að starfsvettvangi þroskaþjálfa og viðhorfum þeirra til hlutverks síns sem fagstéttar, menntun þroskaþjálfa og viðhorfum þeirra til menntunar stéttarinnar. Ennfremur verður fjallað um þau lög, alþjóðlega sáttmála, stefnumótun og hugmyndafræði sem þroskaþjálfar starfa eftir. Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að starfsvettvangur þroskaþjálfa er fjölbreyttur og stéttin vinnur með fötluðu fólki á öllum aldri. Þessi fjölbreytni leiðir af sér að ekki er hægt að skilgreina starfsvettvanginn út frá vinnustöðum. Stærsti hópur svarenda (42%) starfaði í skólakerfinu, en mun færri (19%) í búsetu fatlaðs fólks. Það er mat þátttakenda að einn mikilvægasti þátturinn í lífi fatlaðs fólks sé stuðningur á heimilum þess. Þrátt fyrir það virðist sem þroskaþjálfum á þeim vettvangi fari fækkandi. Þá kemur einnig í ljós að hjá svarendum var ákveðið misgengi milli þekkingar þeirra á ýmsum stefnumarkandi og/eða hugmyndafræðilegum þáttum og viðhorfa til mikilvægis þeirra. Þeir meta þessa þætti mikilvæga í störfum þroskaþjálfa en telja sig ekki hafa mikla þekkingu á þeim og virðast í einhverjum tilfellum ekki starfa eftir þeim. Í greininni er beitt kenningum um lögsögu fagstétta til að varpa ljósi á og skilgreina ...