Hjarta mitt sló með þessum krökkum : reynsla leiðbeinenda af hópvinnu með ungmennum úti í náttúrunni

Sérrit 2015 um útinám Á síðustu árum hefur krafa aukist um fagmennsku og árangur í faglegu starfi leiðbeinenda í hópvinnu. Starfrækt hafa verið hér á landi tvö meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga tengd hugmyndafræði ævintýrameðferðar. Úrræðin hafa verið kennd við aðferðir reynslunáms sem felast í...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hervör Alma Árnadóttir 1963-, Sóley Dögg Hafbergsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24353
Description
Summary:Sérrit 2015 um útinám Á síðustu árum hefur krafa aukist um fagmennsku og árangur í faglegu starfi leiðbeinenda í hópvinnu. Starfrækt hafa verið hér á landi tvö meðferðarúrræði fyrir börn og unglinga tengd hugmyndafræði ævintýrameðferðar. Úrræðin hafa verið kennd við aðferðir reynslunáms sem felast í því að hópurinn vinnur helst úti í náttúrunni og er ígrundun viðamikill þáttur starfsins. Markmiðið er að hópurinn og einstaklingarnir þroskist með því að taka þátt í ferli og læri af þeirri reynslu sem þar býðst. Að lokum er reynslan ígrunduð og yfirfærð á önnur lífsverkefni. Leiðbeinendur sem beita aðferðum reynslunáms úti undir berum himni þurfa að búa yfir fjölþættri hæfni og reynslu af starfi með fólki. Í greininni er leitast við að svara því hvaða þekkingu og tilfinningalegu hæfni leiðbeinendur sem vinna hópvinnu úti í náttúrunni þurfi að búa yfir til þess að ná árangri. Greinin er byggð á niðurstöðum rannsóknar á reynslu fagmanna sem hafa leitt meðferðarhópa fyrir börn og unglinga. Í niðurstöðum kom fram að samspil góðrar menntunar, reynslu og persónulegra eiginleika, eins og seiglu og þess að búa yfir eldmóði, væru þættir sem líklegir væru til að skila árangri. Viðmælendur voru sammála um að það væri krefjandi en jafnframt mjög gefandi verkefni að vinna meðferðarvinnu úti í náttúrunni með hópi unglinga sem væru að kljást við sálfélagslega erfiðleika. Áhrif starfsins væru slík að segja mætti að enginn kæmi samur til baka eftir slíka reynslu. Niðurstöðurnar mætti hafa til hliðsjónar þegar verið er að byggja upp starfsmenntun fyrir verðandi fagmenn sem koma til með að starfa með börnum og ungmennum. In Iceland, two programs for young people that can be called adventure therapy have been run successfully. Adventure therapy is used here as a concept that includes therapy methods that are based on experiential learning. Adventure therapy is defined in various ways but has the common denominator is that the therapy takes place outdoors, in nature. In Iceland there have been run two programs that can be called ...