Grennd skóla sem uppspretta náms : samanburður á tengslum skóla og nærumhverfis í Minnesota og á Íslandi

Sérrit 2015 um útinám Heilt þorp þarf til að ala upp barn, segir máltækið. Með tengslum skóla og grenndar eða útinámi er leitast við að auðga námsreynslu nemenda og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Markmið þessarar samanburðarrannsóknar er að varpa ljósi á tengsl grunnskóla við...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gerður G. Óskarsdóttir 1943-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24352
Description
Summary:Sérrit 2015 um útinám Heilt þorp þarf til að ala upp barn, segir máltækið. Með tengslum skóla og grenndar eða útinámi er leitast við að auðga námsreynslu nemenda og gefa þeim tækifæri til að hafa áhrif á umhverfi sitt. Markmið þessarar samanburðarrannsóknar er að varpa ljósi á tengsl grunnskóla við nærumhverfið, bæði náttúru og mannlegt samfélag, í Minnesota í Bandaríkjunum og á Íslandi og bera saman framkvæmd þeirra tengsla í þessum löndum. Tilgangurinn er meðal annars að benda á hvað skólar geti lært hver af öðrum. Spurt var hvað væri líkt og ólíkt með a) gagnkvæmri upplýsingamiðlun og upplýsingaöflun, b) námi nemenda utan skólans – útinámi og c) þátttöku aðila úr grenndarsamfélaginu í námi nemenda. Einnig var spurt hvað væri líkt með hugmyndum viðmælenda um markmið þessara tengsla og framtíðarsýn á þau. Þessi athugun á rætur í umfangsmikilli rannsókn á starfsháttum í íslenskum grunnskólum og meðal annars eru nýtt gögn úr henni. Tekin voru viðtöl um tengslin við skólastjórnendur á grunnskólastigi, alls níu í Minnesota og sjö á Íslandi. Auk þess var stuðst við niðurstöður úr spurningakönnunum sem lagðar voru fyrir kennara, nemendur og foreldra í 20 grunnskólum um tengslin hér á landi. Í ljós kom meðal annars að það voru einkum fjórir þættir sem voru með talsvert öðrum hætti í Minnesota en á Íslandi. Þeir voru a) áhersla á formlega samninga við aðila utan skólans, b) yfirsýn yfir tengslin og leyfi skólastjórnenda til ferða og móttöku aðila utan skólans, c) nær ófrávíkjanleg tenging við námskrá í viðfangsefnum í útinámi jafnt sem aðkomu aðila utan skólans að námi nemenda og loks d) umfangsmikið sjálfboðaliðastarf. Aðspurðir um markmið tengslanna nefndu viðmælendur í báðum löndum oftar tækifæri fyrir nemendur til að öðlast áþreifanlega reynslu utan skólans en viðleitni til að auðga félagsleg tengsl í nærsamfélaginu. Gögnin voru meðal annars greind með tilvísunum í umræðu Dewey um samfélagsmiðaða menntun, kenningar um félagsauð og þekkingarsjóði, vistkerfakenningu Bronfenbrenner og hugmyndir Hargreaves um þróun ...