Heimilishald á Reynistað. Heimili Eggerts og Soffíu Claessen á árunum 1924-1926

Þessi ritgerð fjallar um Eggert Claessen hæstaréttarlögmann, bankastjóra og athafnamann í Reykjavík og konu hans, Soffíu Claessen, á fyrstu hjúskaparárum þeirra. Eggert og Soffía voru af góðum ættum og að þeim stóð vel efnað fólk. Aðaltilgangur ritgerðarinnar er að sýna fram á lífsstíll og lífshætti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Fjóla Rúnarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24271
Description
Summary:Þessi ritgerð fjallar um Eggert Claessen hæstaréttarlögmann, bankastjóra og athafnamann í Reykjavík og konu hans, Soffíu Claessen, á fyrstu hjúskaparárum þeirra. Eggert og Soffía voru af góðum ættum og að þeim stóð vel efnað fólk. Aðaltilgangur ritgerðarinnar er að sýna fram á lífsstíll og lífshætti vel efnaðs fólks í Reykjavík á þriðja áratug 20. aldar og bera hann saman við lífskjör og aðbúnað almennings í Reykjavík á sama tíma. Skoðað var hvaða munur hefði verið á lífsgæðum mismunandi þjóðfélagshópa og í hverju það hefði birst. Einnig var lögð áhersla á að skoða tíðarandann í Reykjavík á þriðja áratug síðustu aldar til þess að hægt væri að setja lífsstíll og lífsgæði Eggerts og Soffíu og annarra fjölskyldna í Reykjavík í samhengi við hann. Einkum er byggt á einkaskjalasafni Eggerts Claessen sem varðveitt er í Þjóðskjalasafni Íslands og á öðrum heimildum sem tengjast almenningi og tíðarandanum Reykjavíkur á þriðja áratugi tuttugustu aldar. Í byrjun ritgerðarinnar er fjallað um kosti og galla persónulegra heimilda sem finnast í einkaskjalasöfnum og hvað fræðimenn þurfi að hafa í huga þegar notast er við slíkar heimildir í rannsóknum. Einnig er farið yfir innihald einkaskjalasafns Eggerts Claessen í stuttu máli. Annar kafli fjallar um tíðarandann í Reykjavík, sagt er frá helstu straumum og stefnum í borginni á þriðja áratug liðinnar aldar og einnig er fjallað um lífskjör og lífhætti almennings í Reykjavík á þessum tíma. Í síðasta kaflanum er svo fjallað um Claessen-hjónin. Sagt er frá utanlandsferðum þeirra, heimilishaldi og félagslífi. Bréf Soffíu til Eggerts eru nýtt til þess að lýsa hennar daglega lífi. Niðurstöður ritgerðarinnar eru þær, að mikill munur hafi verið á daglegu lífi efnafólks og alþýðufólks í Reykjavík á þriðja áratug 20. aldar. Þeir sem höfðu það efnahagslega gott gátu í mun meira mæli notið þess sem Reykjavík hafði upp á að bjóða. Keypt falleg húsgögn og föt og aðra muni eftir nýjustu tísku. Daglegt líf alþýðunnar gekk hins vegar út á að eiga þak yfir höfuðið og að hafa næga vinnu. Ritgerðin ...