Á ég heima hér? Staða barna með erlendan bakgrunn á Íslandi

Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er börn með erlendan bakgrunn á Íslandi. Í eftirfarandi köflum verður fjallað um bakgrunn þessara barna og stöðu með það að markmiði að tengja umræðuna við ýmis hugtök sem eiga við, svo sem menningu, fjölmenningu, þverþjóðleika og aðlögum. Vaxandi fólksflutningar milli...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svanlaug Björg Másdóttir 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24228
Description
Summary:Umfjöllunarefni ritgerðarinnar er börn með erlendan bakgrunn á Íslandi. Í eftirfarandi köflum verður fjallað um bakgrunn þessara barna og stöðu með það að markmiði að tengja umræðuna við ýmis hugtök sem eiga við, svo sem menningu, fjölmenningu, þverþjóðleika og aðlögum. Vaxandi fólksflutningar milli landa kalla á aukna umræðu um stöðu innflytjenda, sérstaklega barna sem í hlut eiga en ákveðinn skortur hefur verið á þekkingu um málefni barna með erlendan bakgrunn. Þrátt fyrir að umræðuefnið sé börn á Íslandi með erlendan bakgrunn er einnig farið yfir málefni barna með erlendan bakgrunn á alþjóðavísu vegna þess að erlendar rannsóknir um málefnið eru mun viðameiri og til eru ítarlegri erlendar upplýsingar um þessa einstaklinga heldur en íslenskar. Einnig er gagnlegt að bera saman erlendar rannsóknir við íslenskar, til þess að varpa frekara ljósi á málefnið. Fjallað er um aðstæður þessara barna í íslenskum skólum og hvernig þeim hefur gengið að fóta sig í því umhverfi. Helstu niðurstöður umræðunnar eru þær að börnum með erlendan bakgrunn á Íslandi gengur verr í skóla en innfæddum jafnöldrum þeirra. Vísbendingar eru á lofti um að þessi börn fái ekki þá aðstoð sem þau þurfa til þess að eiga sömu tækifæri og aðrir. The main topic of this essay is children in Iceland with foreign background. In the subsequent chapters a discussion about their background and status will be provided, intertwined with a broader discussion about the role of culture, multiculturalism, transnationality and integration. The global phenomenon of increased international migration calls for attention to be paid to individuals who migrate between countries, and especially so children, as too a large extent the children have been secondary actors in the literature. Although the focus of the essay is on children of foreign background in Iceland, a general international overview of the status of foreign born children will be provided as well, as to compensate for the limited literature available on Iceland. Furthermore, a comparison between the ...