Unglingar á tímamótum: Hugmyndir nemenda í grunnskólum á landsbyggðinni um nám að loknum grunnskóla

Aðgengi nemenda að náms- og starfsráðgjöf er mjög misjafnt eftir landssvæðum og er staðan einna verst á Suðurlandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu upplýstir nemendur á lokaári í grunnskólum á landsbyggðinni eru um námsmöguleika þeirra að loknu skyldunámi. Til að fá fram þeirra sýn v...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðný María Sigurbjörnsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24170
Description
Summary:Aðgengi nemenda að náms- og starfsráðgjöf er mjög misjafnt eftir landssvæðum og er staðan einna verst á Suðurlandi. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna hversu upplýstir nemendur á lokaári í grunnskólum á landsbyggðinni eru um námsmöguleika þeirra að loknu skyldunámi. Til að fá fram þeirra sýn voru tekin opin viðtöl við tíu nemendur í 10. bekk í fimm grunnskólum á Suðurlandi þar sem ekki er starfandi náms- og starfsráðgjafi. Niðurstöður leiddu í ljós að upplýsingar um framhaldsskóla fá nemendur helst í skólaheimsóknum, frá eldri nemendum og fjölskyldumeðlimum. Þrátt fyrir að flestir viðmælendur leggi áherslu á að velja framhaldsskóla út frá staðsetningu í heimahéraði þykir nemendum miður að fá ekki kynningu á skólum á höfuðborgarsvæðinu. Ungmennin voru einhuga um að grunnskóli þeirra veitti of litlar upplýsingar um námsframboð að loknu skyldunámi. Þá var fræðsla skólanna um störf, þar sem hún var til staðar, mjög mismunandi að gerð og upplagi og var upplifun nemenda af henni í samræmi við það. Þær hugmyndir sem nemendur höfðu varðandi grunnskólalokin og væntingar um framhaldsskólaárin áttu hvoru tveggja rót í því að fara frá hinu kunna til hins ókunna. Career counselling and education is legally mandated but not accessible for all students in Iceland especially not in rural areas. In the Southern part of Iceland only 19% of schools offer professional career counselling to the students. The aim of this study was to get insight into how informed rural students feel they are about their educational options after compulsory schooling (10th grade). Semi- structured interviews were conducted with ten students in the final year in five primary schools in rural areas in the south. Students get their information about upper secondary school mainly from site visits, from older students and family members. Although most interviewees emphasized choosing a school close to their home, they found it unfortunate not to be formally informed about secondary schools and educational options in the capital area. The students ...