Sami snaginn? Umfjöllun um hjátrú í handbolta

Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni mitt til B.A. prófs í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Handbolti á Íslandi hefur verið vinsæll í áraraðir og honum fylgja ýmsir siðir og venjur. Þeir sem sækja leiki hjá sama liði í nokkur skipti í röð geta séð ákveðið mynstur á meðal leikmanna þegar gengið er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kolbrún Lilja Arnarsdóttir 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24082
Description
Summary:Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni mitt til B.A. prófs í þjóðfræði við Háskóla Íslands. Handbolti á Íslandi hefur verið vinsæll í áraraðir og honum fylgja ýmsir siðir og venjur. Þeir sem sækja leiki hjá sama liði í nokkur skipti í röð geta séð ákveðið mynstur á meðal leikmanna þegar gengið er til leiks. Viðfangsefni ritgerðarinnar er hjátrú (e. superstition) og hvernig hún kemur fram á meðal handboltafólks á Íslandi og í Noregi. Ritgerðin skiptist í sex kafla, þar sem kynning, aðferðafræði og hjátrú verður útskýrð. Í fræðilega kaflanum, þar sem hugtök og kenningar eru teknar fyrir og skoðaðar, verða fyrri rannsóknir á hjátrú útlistaðar og fræðimenn kynntir. Síðar kemur að greiningu og í lokin verða niðurstöður rannsóknar ígrundaðar. Viðmælendur í ritgerðinni voru fjórir og notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, þar sem þeir voru spurðir spjörunum úr. Fengnir voru viðmælendur af fleiri en einni kynslóð, svo hægt væri að skoða hvort breytingar hefðu orðið með tímanum á hjátrú innan handboltans. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að handboltafólk er hjátrúarfullt og ekki hefur orðið mikil breyting þar á með tímanum, þó svo að elsti viðmælandi minn hafi verið hjátrúarfyllri en aðrir viðmælendur á þeim tíma þegar hann spilaði handbolta.