Vinnumansal á Íslandi: Birtingarmyndir og úrræði

Í ritgerðinni er fjallað um mansal í nauðungarvinnu á Íslandi, eða vinnumansal. Hugtakið nær yfir það þegar einstaklingur er seldur mansali í þeim tilgangi að misnota hann til vinnu. Farið er stuttlega yfir sögu mansals og nauðungarvinnu og þá þróun sem hefur átt sér stað á alþjóðavettvangi í barátt...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Jóhann Þorvarðarson 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24073
Description
Summary:Í ritgerðinni er fjallað um mansal í nauðungarvinnu á Íslandi, eða vinnumansal. Hugtakið nær yfir það þegar einstaklingur er seldur mansali í þeim tilgangi að misnota hann til vinnu. Farið er stuttlega yfir sögu mansals og nauðungarvinnu og þá þróun sem hefur átt sér stað á alþjóðavettvangi í baráttunni gegn slíkum brotum. Gerð er grein fyrir áhrifum hnattvæðingar á vinnumansal. Efnahagsþrengingar, stríðsátök og pólitískur óstöðugleiki ýta undir fólksflutninga og fólk færir sig um set í von um betra líf. Í ritgerðinni er að finna yfirlit yfir þá alþjóðasamninga sem skipta máli í tengslum við vinnumansal og nauðungarvinnu og það kannað hvernig Íslendingar hafa uppfyllt skuldbindingar sínar vegna þeirra. Mikilvægustu samningarnir sem fjalla um mansal eru Palermó-samningurinn og bókun við hann, Palermó-bókunin, ásamt samningi Evrópuráðsins um aðgerðir gegn mansali. Þá skipta samþykktir Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nr. 29 frá 1930 og nr. 105 frá 1957 miklu máli við túlkun á hugtakinu nauðungarvinna. Með lögfestingu 227. gr. a hgl. leitaðist löggjafinn við að uppfylla alþjóðlegar skuldbindingar, en í ritgerðinni er farið yfir þróun mansalsákvæðis hegningarlaganna ásamt því að reifaðir eru þeir tveir dómar Hæstaréttar Íslands þar sem fjallað er efnislega um ákvæðið. Í ritgerðinni er umfjöllun um birtingarmyndir vinnumansals. Farið er yfir megineinkenni slíkra brota, atvinnugreinar sem stafar hætta af vinnumansali, áhættuhópa og gerendur í málum af þessum toga. Þá er farið yfir stöðu málaflokksins á Íslandi, en lítið er í raun vitað um fyrirbærið í íslensku samfélagi. Í því skyni að fá betri mynd af þeim úrræðum sem eru til staðar í baráttunni gegn vinnumansali og til að svara þeirri spurningu hverjir það eru sem komi að slíkum málum, er að finna yfirlit yfir aðra löggjöf en refsilöggjöf sem kemur til skoðunar í vinnumansalsmálum. Farið er yfir þau ákvæði sem skipta máli, hvaða aðilar fara með framkvæmd laganna og hvaða úrræði standa til boða. Þá verður gerð tilraun til að varpa ljósi á það hvers vegna ekki er ákært ...