Spennur í íslensku bergi. Samantekt á bergspennumælingum á Íslandi

Neðanjarðarmannvirki eins og jarðgöng, stöðvarhús, geymslurými ofl. eru nauðsynlegir innviðir margra samfélaga eins og á Íslandi. Við hönnun og byggingu neðanjarðarmannvirkis þarf að hafa þekkingu á spennuástandi bergsins sem vinna á í en hún er m.a. notuð til grundvallar þegar ákvarða á tegundir og...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pétur Karl Hemmingsen 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/24017
Description
Summary:Neðanjarðarmannvirki eins og jarðgöng, stöðvarhús, geymslurými ofl. eru nauðsynlegir innviðir margra samfélaga eins og á Íslandi. Við hönnun og byggingu neðanjarðarmannvirkis þarf að hafa þekkingu á spennuástandi bergsins sem vinna á í en hún er m.a. notuð til grundvallar þegar ákvarða á tegundir og magn styrkinga í bergrúmi. Áreiðanlegustu upplýsingarnar um spennuástand í bergi eru fengnar með bergspennumælingum á viðkomandi stað. Algengustu aðferðir til mælinga á spennum í bergi eru yfirborun, vökvaþrýstipróf og plötutjökkun. Af þessum aðferðum er vökvaþrýstipróf heppilegasta aðferðin í flestum tilfellum. Nokkrar bergspennumælingar hafa verið gerðar á Íslandi seinustu áratugi og er gerð samantekt á þeim í þessari ritgerð. Í ljós kom að láréttar spennur á Íslandi eru mjög lágar samanborið við það sem gengur og gerist í heiminum, þ.e. k-stuðlar á Íslandi eru mjög lágir. Stærð k-stuðuls eftir dýpi var meðal annars lýst sem falli af formbreytingarstuðli. Formbreytingarstuðull í þeirri líkingu fyrir íslenskar aðstæður var á bilinu 2-35 GPa samanborið við 14-170 GPa á heimsvísu. Stefna hæstu láréttu spennu er háð mörgum jarðfræðilegum þáttum og sýndi enga eina tilhneigingu yfir allt landið. Gæði gagnanna um stefnu hæstu láréttu spennu voru ekki mikil skv. skilgreiningu ,,World Stress Map" en það getur átt sér eðlilegar skýringar. Sem dæmi geta jarðfræðilegar aðstæður breyst mjög fljótt eftir staðsetningu og dýpi mælinga. Underground structures such as tunnels, power house caverns, storages etc. are infrastructures of great importance for many societies such as Iceland. During the design and construction period of an underground structure, knowledge of the in situ stress conditions in the rock is needed. E.g. this knowledge is used as a basis for determining the types and amount of reinforcement in an underground structure. The most reliable information about in situ rock stress conditions are obtained by rock stress measurements at the desired location. The most common methods for in situ stress measurements in ...