Þróun skipulags á Heimaey - Forvarnir og eldfjallavá

Í þessu verkefni er fjallað um þróun skipulags á Heimaey í Vestmannaeyjum. Byggð hefur verið á Heimaey síðan seint á landnámsöld eða í kringum árið 920 en eftir eldgosið sem varð árið 1973 átti sér stað hröð uppbygging og sterk krafa varð um nýtt skipulag. Markmið þessa verkefnis er að komast að því...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sjöfn Ýr Hjartardóttir 1987-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23920
Description
Summary:Í þessu verkefni er fjallað um þróun skipulags á Heimaey í Vestmannaeyjum. Byggð hefur verið á Heimaey síðan seint á landnámsöld eða í kringum árið 920 en eftir eldgosið sem varð árið 1973 átti sér stað hröð uppbygging og sterk krafa varð um nýtt skipulag. Markmið þessa verkefnis er að komast að því hvort gosið hafði áhrif á skipulag og byggðarmynstur á eyjunni. Athugað er hvort tillit sé tekið til eldfjallsins í skipulaginu og samspil byggðar og eldfjalls kannað. Til að rýna í skipulagsuppdrætti og greina þróun þéttbýlis eru aðferðir í borgarformfræði nýttar. Loks er fjallað um hvernig styrkja má byggðina í Eyjum hvað varðar eldfjallið, með tilliti til forvarna. Önnur sveitarfélög gætu til að mynda nýtt sér efni verkefnisins í forvarnaskyni þegar kemur að þróun byggðar í samspili við eldfjallavá. Sem dæmi má nefna að margar jarðsprungur eru á höfuðborgarsvæðinu og æskilegt að huga að þeim varðandi frekari byggðarþróun þar. Fjallað er um náttúrufarslegar forsendur, sögu og byggðarþróun. Einnig eru gerðar greiningar á byggðarmynstri á Heimaey þar sem gamlir uppdrættir, loftmyndir og teiknigrunnar eru notaðir. Vettvangsferðir eru farnar og gagnasöfnun um sögu og staðhætti í Vestmanneyjum er unnin. Niðurstöður verkefnisins sýna að mikilvægt er að huga að forvörnum í Vestmannaeyjum. Einnig kemur í ljós að brýn þörf er á að ljúka við gerð hættumats fyrir Vestmannaeyjar sem og viðbragðsáætlun. Með niðurstöðum verkefnisins er einnig hægt að sjá þróun þéttbýlis á Heimaey í gegnum árin fyrir og eftir gos myndrænt.