„Það er ekkert leiðinlegt að vera gamalmenni ef maður nennir að gera eitthvað í því“ : viðhorf eldri borgara til tómstundamála á Akureyri

Rannsóknarritgerð þessi fjallar um eldri borgara og tómstundir og hvers vegna það er mikilvægt fyrir þennan hóp að stunda tómstundir. Viðtöl voru tekin við sex einstaklinga búsetta á Akureyri, þrjár konur og þrjá karla, á aldrinum 75-87 ára þar sem rætt var um tómstundaframboð fyrir eldri borgara á...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eva Sóley Ásgeirsdóttir 1987-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23895
Description
Summary:Rannsóknarritgerð þessi fjallar um eldri borgara og tómstundir og hvers vegna það er mikilvægt fyrir þennan hóp að stunda tómstundir. Viðtöl voru tekin við sex einstaklinga búsetta á Akureyri, þrjár konur og þrjá karla, á aldrinum 75-87 ára þar sem rætt var um tómstundaframboð fyrir eldri borgara á Akureyri og viðhorf þeirra til þess framboðs ásamt því sem tómstundaævisaga þeirra er rakin til að sjá virkni þeirra frá barnæsku til fullorðinsára. Eldri borgarar eru áhættuhópur hvað varðar félagslega einangrun og er virkni lykillinn að því að brjóta þann ís. Heilsan spilar einnig stórt hlutverk í þátttöku eldri borgara. Fjallað er um þær jákvæðu hliðar sem tómstundir hafa ásamt þeim hindrunum sem geta orðið á vegi fólks í þessum efnum. Eins og áður segir er Akureyri sögusvið ritgerðarinnar og þar af leiðandi er farið yfir það tómstundastarf á Akureyri sem stendur eldri borgurum til boða og ásamt því verður gerð grein fyrir niðurstöðum rannsóknarinnar.