Viðskiptaáætlun Hamborgarabúllu Tómasar í Osló

Hamborgarabúlla Tómasar hóf starfsemi sína við Geirsgötu í Reykjavík árið 2004. Í dag eru útibúin á Íslandi orðin sjö talsins en auk þess hafa sex útibú verið opnuð erlendis, nú síðast í Osló. Í þessari ritgerð er að finna viðskiptaáætlun fyrir Hamborgarabúlluna í Osló. Horfur staðarins á norskum ma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hildur Vala Baldursdóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23870
Description
Summary:Hamborgarabúlla Tómasar hóf starfsemi sína við Geirsgötu í Reykjavík árið 2004. Í dag eru útibúin á Íslandi orðin sjö talsins en auk þess hafa sex útibú verið opnuð erlendis, nú síðast í Osló. Í þessari ritgerð er að finna viðskiptaáætlun fyrir Hamborgarabúlluna í Osló. Horfur staðarins á norskum markaði eru kannaðar og vaxtamöguleikar vörumerkisins skoðaðir. Við áætlanagerðina var notast við þekkt markaðslíkön á borð við SVÓT-greiningu og Fimm krafta líkan Porters. Þá voru tekin viðtöl við stofnanda Hamborgarabúllunnar, stjórnendur hjá fyrirtækinu og þá aðila sem fóru upphaflega af stað með hugmyndina um að opna útibú í Noregi. Helstu niðurstöður eru þær að horfur staðarins í Osló eru almennt góðar. Hamborgarabúllan á erindi erlendis enda hafa útibú hennar í stórborgum í nágrannalöndum Noregs gengið vel. Drög að tekjuáætlun gefa til kynna að mögulegt sé að borga staðinn í Osló upp á þremur árum. Rektraraðilar Hamborgarabúllunnar í Noregi hafa áhuga á því að fjölga útibúum í landinu jafnt og þétt á næstu árum og mælir margt með því að það verði hægt. Norski skyndibitamarkaðurinn er spennandi kostur og þótt þar séu vissulega fyrir nokkrir sterkir aðilar gefur greining til kynna að pláss sé fyrir stað á borð við Hamborgarabúlluna á markaðnum.