Brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum : stefna og úrræði

Ritgerðin fjallar um brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Árið 2012 birti OECD skýrslu um samanburð á brotthvarfi í aðildarríkjum sínum. Meðal 25–34 ára einstaklinga er það að meðaltali 20% en á Íslandi um 30%. Markmið hins opinbera er að brotthvarf verði komið niður í 10% árið 2020. Rannsóknarspu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ólafur Hilmarsson 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23858
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um brotthvarf nemenda úr framhaldsskólum. Árið 2012 birti OECD skýrslu um samanburð á brotthvarfi í aðildarríkjum sínum. Meðal 25–34 ára einstaklinga er það að meðaltali 20% en á Íslandi um 30%. Markmið hins opinbera er að brotthvarf verði komið niður í 10% árið 2020. Rannsóknarspurningin er: Hver er stefna íslenskra framhaldsskóla gegn brotthvarfi og hvaða úrræði eru til staðar? Ákveðið var að styðjast við tvíþætta rannsókn. Vefsíðugreining var gerð fyrst þar sem leitað var að gögnum sem fjölluðu um brotthvarf. Þegar því var lokið tóku við hálfstöðluð viðtöl við fimm náms- og starfsráðgjafa til að fá frekari upplýsingar um viðfangsefnið sem byggðust á hugmyndum og reynslu þeirra um brotthvarf. Þegar dregnar eru saman meginniðurstöður þessarar rannsóknar út frá rannsóknarspurningu er ljóst að talsvert er gert til að reyna að draga úr brotthvarfi þó að umfjöllun um brotthvarf sé ekki sýnileg í stefnum skólanna. Þá komu fram ýmiss úrræði á vefsíðunum og í viðtölunum. Stuttar námsbrautir eru til dæmis mikilvægar og fylgst er með mætingu nemenda. Þá skipta störf umsjónarkennara og náms- og starfsráðgjafa miklu máli. Nú er skimað fyrir áhrifaþáttum brotthvarfs í öllum framhaldsskólum. Sums staðar eru allir nýnemar kallaðir í viðtal í upphafi náms til að mynda tengsl en annars staðar eftir skimun. Þannig er gripið snemma inn í skólagöngu nemenda í brotthvarfshættu. Þó að ýmislegt sé gert er starfsumhverfi náms- og starfsráðgjafa samt ófullnægjandi. Álagið er mikið sem veldur því að það er ekki nægilegur tími til að gera betur og fjármuni vantar. Efla þyrfti náms- og starfsráðgjöf og byggja upp miðstöð náms- og starfsráðgjafar sem yrði búin sérfræði-þekkingu er varðar brotthvarf með áherslu á forvarnir. Jafnframt að ungt fólk hafi aðgang að ráðgjöf og upplýsingum um náms- og starfsmöguleika á sama staðnum. In 2012 OECD published a report on dropouts in its membership countries. Among people 25–34 years old dropout is 20% on average but in Iceland it is 30%. The Icelandic Government aims to reduce ...