Norðurslóðir í íslenskum fjölmiðlum

Árið 2011 var samþykkt á Alþingi Stefna Íslands í málefnum norðurslóða. Þar er helst að sjá að orðið norðurslóðir vísi til tiltekins svæðis á jarðarkringlunni sem Ísland tilheyri. Orðið norðurslóðir finnst hins vegar ekki í íslenskri orðabók en hefur þó verið notað í íslenskum fjölmiðlum í vel á aðr...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórný Barðadóttir 1970-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23782
Description
Summary:Árið 2011 var samþykkt á Alþingi Stefna Íslands í málefnum norðurslóða. Þar er helst að sjá að orðið norðurslóðir vísi til tiltekins svæðis á jarðarkringlunni sem Ísland tilheyri. Orðið norðurslóðir finnst hins vegar ekki í íslenskri orðabók en hefur þó verið notað í íslenskum fjölmiðlum í vel á aðra öld. Tilgangur rannsóknarinnar sem hér greinir frá var að skoða þróun á notkun þessa orðs í íslenskri tungu. Út frá kenningum um mikilvægi fjölmiðla í almannarýminu (e. public sphere) var skoðað hvernig orðið hefur í gegnum tíðina birst í íslenskum fjölmiðlum. Stuðst var við innihaldsgreiningu (e. content analysis) og leitað svara við því hvort og þá hvenær Ísland varð hluti norðurslóða, í hvaða samhengi orðið hefur helst verið notað sem og hverjir hafi verið helstu þátttakendur í umfjöllun fjölmiðla um norðurslóðir. Þá var til skoðunar hvort áhersluatriði birtinga orðsins féllu að alþjóðlegum kenningum um norðurslóðir (e. The Arctic). Niðurstöður sýndu að frá miðri síðustu öld, taldist Ísland í síauknu mæli til norðurslóða en á allra síðustu árum dró úr þeirri vísan á ný. Áhersluatriði birtinga falla einungis að hluta að hinum alþjóðlegu kenningum um norðurslóðir. Hlutur stjórnmálamanna í hópi viðmælenda hefur orðið æ stærri, auk þess sem hlutur fréttatilkynninga í birtingum hefur aukist á undanförnum áratugum og reyndist uppruni þeirra að stærstum hluta frá opinberum aðilum. In 2011 the Icelandic Parlament, Alþingi, passed A Parliamentary Resolution on Iceland's Arctic Policy (Utanríkisráðuneyti, 2011), translated from the Icelandic title Stefna Íslands í málefnum norðurslóða. The Icelandic term norðurslóðir, used in the title of the policy document cannot found in an Icelandic Dictonary (Árni Böðvarsson, 1993; Mörður Árnason, 2002). However, the appearance of this word appearing in Icelandic media can be traced back for over a century. Applying content analysis and focusing on the role of media in the public sphere, this research’s main goal was to evaluate a. if Iceland is and has been reported as situated ...