Starfsánægja í nýsameinaðri heilbrigðisstofnun : hvar stendur hún í samanburði við aðrar heilbrigðisstofnanir?

Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að leggja mat á starfsánægju í nýsameinaðri heilbrigðisstofnun. Stofnunin sem varð fyrir valinu er Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) sem sameinuð var 1. október 2014. Mikið hefur verið ritað og rætt um sameiningu í heilbrigðisþjónustu og ekki allir á einu máli....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórhallur Harðarson 1973-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23771
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að leggja mat á starfsánægju í nýsameinaðri heilbrigðisstofnun. Stofnunin sem varð fyrir valinu er Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) sem sameinuð var 1. október 2014. Mikið hefur verið ritað og rætt um sameiningu í heilbrigðisþjónustu og ekki allir á einu máli. Flestar umfjallanir voru neikvæðar og heimamenn almennt á móti sameiningum en úttektaraðilar og álitsgjafar ríkisins fylgjandi þeim. Það sama má segja um aðrar sameiningar á ríkisstofnunum eða flutning þeirra líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum þá er hún almennt neikvæð. Í fyrri hluta ritgerðarinnar er farið yfir hvað starfsánægja er og af hverju hún er mæld, hverjar eru skyldur, kröfur, lög og viðmið að góðum starfsháttum ríkisstarfsmanna. Eins stjórnun ríkisstarfsmanna og hlutverk stjórnenda í heilbrigðisþjónustu. Í seinni hluta ritgerðarinnar er farið yfir tölfræði og niðurstöður könnunarinnar. Spurningakönnunin var fengin að láni frá Gallup og SFR. Gerður var samanburður við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni og stuðst við kannanir „Stofnun ársins“ til að leggja mat á það hvar stofnunin stæði í samanburði við aðra heilbrigðisstofnanir. Skoðaðar voru einnig fyrri rannsóknir. Niðurstöðurnar leiddu óvænt í ljós að starfsánægja starfsfólks HSN er meiri en í öðrum stofnunum þrátt fyrir að aðeins tæpt ár var frá sameiningu. Vöknuðu margar spurningar hvað veldur þeirri niðurstöðu en vísbendingar má finna í svörum í könnuninni. Lykilorð: Starfsánægja, heilbrigðisstofnun, spurningarkönnun, trúverðugleiki stjórnenda, starfsandi, launakjör, vinnuskilyrði, sveigjanleiki vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd stofnunar og ánægja og stolt The subject of this B.Sc. the essay is to evaluate the job satisfaction in a new combined healthcare, HSN. The institution that was chosen is the health institution of North Iceland which combined on October 1. 2015. A lot has been written and discussed about the merger of health care institution in Iceland and there are not as to matters. Most reviews were negative and locals generally ...