Borgargatan : hlutverk, flokkun og hönnun

Ritgerð þessi er lokaverkefni á meistarastigi við námsbrautina skipulagsfræði og samgöngur við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ritgerðin dregur fram sögu, þróun og ýmsar áherslur við flokkun, hönnun og endurhönnun gatna innan Reykjavíkur. Helstu áherslur borgarskipulags Reykjavíkur v...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Ragnarsdóttir 1972-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23748
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni á meistarastigi við námsbrautina skipulagsfræði og samgöngur við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík. Ritgerðin dregur fram sögu, þróun og ýmsar áherslur við flokkun, hönnun og endurhönnun gatna innan Reykjavíkur. Helstu áherslur borgarskipulags Reykjavíkur varðandi gatnakerfið í dag og undanfarin ár eru að bæta almenningssamgöngur, hjólreiðar og umferð gangandi og samhliða því að draga úr hlutdeild og vægi einkabifreiðarinnar innan kerfisins. Þetta hefur leitt af sér þörf á því að endurhanna margar götur borgarinnar fyrir breyttar áherslur. Endurhönnun ýmissa gatna borgarinnar hefur oft á tíðum verið umdeild og valdið ágreiningi. Birtingamynd þess má m.a. sjá fréttum og umræðum í ýmsum fjölmiðlum. Þessi ágreiningur um áherslur í skipulagi og endurhönnun eldri gatna var í raun hvatinn að þessari ritgerð. Í stað þess að horfa framhjá mismunandi skoðunum eða togstreitu sjónarmiða, þá er í þessari ritgerð reynt að greina þau nánar. Annars vegar innan fræðilegrar umfjöllunar þar sem fjallað er um gatnahönnun út frá þáttum eins og sögu, stefnu og innleiðingu breyttra áherslna. Hins vegar með umfjöllun og greiningu á sex endurhönnuðum götum innan borgarinnar. Í framhaldinu eru lögð drög að endurhönnun borgargötunnar Langholtsvegur. Í niðurstöðum ritgerðarinnar eru dregnar fram ýmsar ástæður ágreinings um breyttar samgönguáherslur og áhrif af innleiðingu þeirra. Einn lykilþáttur ágreiningsins felst í því að margir telja að vegið sé að bifreiðanotkun sem samgöngumáta með því að huga ekki nægjanlega að hliðarverkunum breyttra áherslna m.a. auknum ferðatíma sem og því að meginumferðin færist í auknu mæli inn í íbúðargötur/hverfi. Aðrir áhrifaþættir geta verið vegna atriða sem rannsaka þarf nánar svo sem áhrif íslensks veðurfars á samgönguval og tilkomu vistvænna bifreiða. Ástæður geta einnig legið að hluta til í samráðsferli og framsetningu þess við endurhönnun gatna. Lykilorð: Borgarskipulag, Samgöngur, Hönnun, Borgargata, Langholtsvegur