Samþætting í heimaþjónustu: Eigindleg rannsókn á samvinnu hjúkrunar- og félagsþjónustu

Stefnt er að aukinni heilbrigðisþjónustu utan stofnana á Íslandi líkt og víðar. Til þess þarf að styrkja umönnun í heimahúsi í samstarfi milli heilbrigðis- og félagsþjónustu og koma til móts við þarfir og vilja einstaklinga. Mikil fjölgun eldri borgara er fyrirsjáanleg og aldraðir vilja búa á heimil...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Guðnadóttir 1976-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23725
Description
Summary:Stefnt er að aukinni heilbrigðisþjónustu utan stofnana á Íslandi líkt og víðar. Til þess þarf að styrkja umönnun í heimahúsi í samstarfi milli heilbrigðis- og félagsþjónustu og koma til móts við þarfir og vilja einstaklinga. Mikil fjölgun eldri borgara er fyrirsjáanleg og aldraðir vilja búa á heimilum sínum eins lengi og kostur er, með viðeigandi stuðningi. Fjölbreyttar þarfir aldraðra kalla á aðkomu fjölmargra starfsstétta og undirstrikar mikilvægi samvinnu í heimaþjónustu. Unnið hefur verið að markvissri samþættingu í heimaþjónustu í Reykjavík frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á að samþætting auki gæði þjónustu með bættu flæði upplýsinga og einföldun á daglegri meðferð og umönnun í heimahúsi. Samvinna er forsenda samþættrar þjónustu en hún krefst skilvirkrar upplýsingamiðlunar og skýrrar hlutverkaskipunar. Tilgangur: Að varpa ljósi á samvinnu milli hjúkrunar- og félagsþjónustu í fullsamþættri heimaþjónustu. Einnig að greina stöðu samþættingar með hliðsjón af fræðilegum líkönum og skoða hindranir og hvata. Aðferð: Rannsóknin var eigindleg þar sem byggt var á tveimur þáttum. 1) einstaklingsviðtölum (n=14) og 2) fimm rýnihópum (n=25). Í einstaklingsviðtölunum var leitast við að varpa ljósi á skilning starfsmanna í heimahjúkrun og félagsþjónustu á samvinnu og samþættingu heimaþjónustu. Í rýnihópunum var tekið mið af niðurstöðum einstaklingsviðtalanna til að skýra frekar samvinnu og framgang samþættingar. Eigindleg innihaldsgreining og rammagreining voru nýttar við greiningu gagna. Niðurstöður: Samkvæmt skipuriti heimaþjónustunnar er fullri samþættingu lokið. Hún er þó ekki fullgerð miðað við upplifun starfsfólks og fræðileg líkön. Vel hefur tekist að bæta flæði verkefna og tengja störf teymisstjóra en samvinnu og samtal starfshópa skortir. Einnig skortir starfsfólk skilning og traust í starfi ásamt upplýsingum um stöðu sína og hlutverk í innan teymis. Ályktanir: Samvinna ólíkra starfshópa er virkt ferli sem krefst undirbúnings, skipulags og eftirfylgni. Skilningur á hlutverkum innan teymis, virðing og traust ...