Efnahagshrunið og skólastarf í Reykjavík

Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 á skóla í Reykjavík. Gagnaöflun fór fram á árunum 2013 og 2014. Tekin voru viðtöl við einstaklinga og í rýnihópum. Rætt var við fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og í mennta- og menningarmálaráðuneyti, skólastjórnendur, kennara, fo...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Steinunn Helga Lárusdóttir 1949-, Anna Kristín Sigurðardóttir 1957-, Arna H. Jónsdóttir 1953-, Börkur Hansen 1954-, Guðný Guðbjörnsdóttir 1949-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23662
Description
Summary:Í þessari rannsókn voru könnuð áhrif efnahagshrunsins á Íslandi árið 2008 á skóla í Reykjavík. Gagnaöflun fór fram á árunum 2013 og 2014. Tekin voru viðtöl við einstaklinga og í rýnihópum. Rætt var við fulltrúa hjá Reykjavíkurborg og í mennta- og menningarmálaráðuneyti, skólastjórnendur, kennara, foreldra og nemendur í völdum leik-, grunn- og framhaldsskólum. Niðurstöður benda til þess að tekist hafi að vernda kjarnann í skólastarfinu fyrir niðurskurði en þó í meira mæli í grunnskólum en í leik- og framhaldsskólum. Niðurskurðurinn olli því ekki skólakreppu í þeim skilningi að grunngildum skólanna væri ógnað. Öðru máli kann þó að gegna um leikskólana sem urðu fyrir þyngri áföllum en skólarnir á hinum skólastigunum. Þótt ekki kæmi til skólakreppu í framangreindum skilningi þá hafði niðurskurður margvísleg áhrif á skólastarfið. Stjórnunarstöðum fækkaði umtalsvert, einkum millistjórnendum, forfallakennsla var unnin af skólastjórnendum, annað starfsfólk var ráðið í hlutastörf og framlög til tómstundastarfs og náms- og starfsráðgjafar skert. Yfirvinna starfsfólks var ekki leyfð, minna fé var veitt til samstarfs, bekkir urðu fjölmennari og dregið úr fjárveitingum til kaupa á efniviði og námsgögnum og til viðhalds tækja og húsa. Loks voru skólar á leik- og grunnskólastigi sameinaðir. Fram kom að sú aðgerð hefði aukið mjög á þá erfiðleika sem af niðurskurðinum hlaust. Ekki voru nefnd dæmi um að fólk missti vinnuna þótt talsvert væri um uppsagnir, starfsmönnum var þá boðin vinna að nýju en stundum í skertu starfshlutfalli. Þótt viðmælendur teldu að ekki kæmi til frekari niðurskurðar sögðust þeir ekki vongóðir um bjartari tíma framundan. Að mörgu leyti voru áherslur hagsmunaaðila skóla í samræmi við ráðleggingar fræðimanna um fagleg viðbrögð við efnahagsþrenginum. Sú áhersla sem lögð var á að vernda nám og kennslu og standa vörð um velferð nemenda eru dæmi um slík viðbrögð. Á hinn bóginn komu upp mál þar sem bæði starfsmenn skóla og foreldrar kvörtuðu yfir þeim skorti á samráði sem yfirvöld hefðu viðhaft við ákvarðanir um ...