Mat á líðan barna á samfelldum kvarða: 3-6 ára

Það er mikil þörf á stöðluðum atferlislista hér á landi, sem skoðar með áreiðanlegum hætti líðan ungra barna. Ef frávik finnast er mikilvægt að geta gripið inn í eins fljótt og hægt er, svo vandamálið verði ekki stærra þegar börnin verða eldri. Mælitækið, sem hér er notað, er nýr atferlislisti (CEAS...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Hugrún Björk Jörundardóttir 1990-, Helena Karlsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23629
Description
Summary:Það er mikil þörf á stöðluðum atferlislista hér á landi, sem skoðar með áreiðanlegum hætti líðan ungra barna. Ef frávik finnast er mikilvægt að geta gripið inn í eins fljótt og hægt er, svo vandamálið verði ekki stærra þegar börnin verða eldri. Mælitækið, sem hér er notað, er nýr atferlislisti (CEAS; Children‘s Emotional Adjustment Scale) sem var prófaður í fyrsta skipti fyrir börn á leikskólaaldri, þriggja til sex ára. Listinn samanstendur af bæði eldri atriðum og nýjum, sem talin eru henta þessum aldurshópi vel. Listinn beinist að líðan barna almennt og metur líðanina á vídd. Bæði styrkur og vandi barna er því metinn með þessum lista. Einnig var atferlislisti fyrir styrk og vanda (SDQ; The Strengths and Difficulties Questionnaire) notaður til samanburðar, en hann metur bæði veikleika og styrkleika barna á breiðu aldursbili. Þátttakendur voru 277 mæður barna í leikskólum á aldrinum þriggja til sex ára. Þær fengu kvarðann sendan með tölvupósti og svöruðu honum á netinu. Úrtakinu var skipt í tvennt við úrvinnslu niðurstaðna. Fyrra úrtakið (N=127) var notað til atriðagreiningar og seinna úrtakið (N=150) var svo þáttagreint. Niðurstöður sýndu að atriðin voru normaldreifð og innihéldu enga skekkju. Þáttagreining listans benti til þriggja þátta; skaplyndi, framfærni og geðstilling. Þættirnir þrír voru skýrir, með trausta byggingu. Áreiðanleiki þáttanna var á bilinu 0,86-0,95. Þessar niðurstöður benda til að hægt sé að nota listann áfram í framtíðinni til þess að meta líðan ungra barna. Til þess að meta réttmæti listans betur þarf að leggja hann aftur fyrir stærra úrtak. There is great need for a standardized behavioral checklist in Iceland, which can reliably examine children‘s behavior and psychological well being. If any deviations are found, it is important to intervene as soon as possible, to prevent the problem escalating as the child gets older. The instrument is a new behavioral checklist (CEAS; Children‘s Emotional Adjustment Scale), tested for the first time, for pre-school children aged three to six years ...