Upphaf kennaramenntunar á Íslandi

Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir þróun kennaramenntunar á tímabilinu 1896-1920 og hver var helsti munur á kennaramenntun eins og hún var starfrækt í Flensborgarskóla (1896-1908) og síðan í Kennaraskóla Íslands (1908-1920). Starfsemi og sögu Flensborgarskóla og Kennaraskóla Ísla...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnar Geir Helgason
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2007
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/236
Description
Summary:Meginmarkmið þessarar ritgerðar er að gera grein fyrir þróun kennaramenntunar á tímabilinu 1896-1920 og hver var helsti munur á kennaramenntun eins og hún var starfrækt í Flensborgarskóla (1896-1908) og síðan í Kennaraskóla Íslands (1908-1920). Starfsemi og sögu Flensborgarskóla og Kennaraskóla Íslands á tímabilinu er að nokkru lýst í ljósi laga og reglugerða og þannig reynt að greina helstu breytingar sem urðu á menntun kennara á umræddu tímaskeiði. Sérstaklega athugað hvernig kynjahlutfalli var háttað meðal útskrifaðra kennaranema og að hvaða marki þeir skiluðu sér í kennslu. Kennaraskólamálið þvældist fyrir Alþingi í 20 ár frá árinu 1887 til 1907 þegar þingmenn samþykktu loksins frumvarp um Kennaraskóla í Reykjavík. Við samanburð á Flensborgarskóla og Kennaraskóla Íslands má fullyrða að menntun í Kennaraskóla Íslands hafi verið heildstæðara og haldbetri fyrir verðandi kennara en það nám sem kennaradeildin í Flensborg hafði veitt. Frá árinu 1897 til 1920 útskrifuðust 300 nemendur með kennarapróf, þar af voru karlar í nokkrum meirihluta eða 61,3% . Konum útskrifuðum frá Kennaraskóla Íslands fjölgaði lítillega miðað við hlut þeirra í Flensborg frá 1897-1908. En af þeim 300 nemendum sem útskrifuðust frá 1897-1920 gerðust 180 eða 60% kennarar við barnaskóla landsins, þar af voru karlar í nokkrum meirihluta eða 67,8% (Flensborg 56,9%, Kennaraskóla Íslands 71,4%) en konur 32,2% (Flensborg 38,5%, Kennaraskóli Íslands 55,8%). Þannig nýttu sér með tímanum mun fleiri af útskrifuðum kennaranemum þá starfsmenntun sem þeir höfðu aflað sér.