„Ég get ekki ákveðið mig.“ Erfiðleikar í náms-og starfsvali nemenda við Háskóla Íslands

Markmiðið með þessari rannsókn var að fá innsýn í upplifun nemenda við Háskóla Íslands sem töldu sig eiga í erfiðleikum með náms- og starfsval. Reynt var að varpa ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatöku til náms, ásamt því að kanna hvernig náms- og starfsráðgjöf getur gagnast í því samhengi....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: María Jónsdóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23550
Description
Summary:Markmiðið með þessari rannsókn var að fá innsýn í upplifun nemenda við Háskóla Íslands sem töldu sig eiga í erfiðleikum með náms- og starfsval. Reynt var að varpa ljósi á þá þætti sem hafa áhrif á ákvarðanatöku til náms, ásamt því að kanna hvernig náms- og starfsráðgjöf getur gagnast í því samhengi. Notast var við þriggja þátta líkan um erfiðleika við náms- og starfsval, samkvæmt því eru neikvæðar tilfinningar, skortur á upplýsingum og skortur á því að vera tilbúin/nn helstu ástæður að baki erfiðleikum við náms- og starfsval (Brown og Rector, 2007). Rannsóknin er eigindleg og byggir á viðtölum við sjö einstaklinga sem voru skráðir nemendur við Háskóla Íslands árið 2013 og töldu sig eiga í erfiðleikum með náms- og starfsval. Niðurstöður styðja að erfiðleikar við náms- og starfsval á meðal íslenskra nemenda falla að þriggja þátta líkani þeirra Brown og Rector. Neikvæðar tilfinningar höfðu áberandi áhrif á náms- og starfsval, þátttakendum fannst þeir hafa slaka sjálfsmynd og hófu nám við Háskóla Íslands þrátt fyrir að vera ekki tilbúin til þess. Meirihluti þátttakenda höfðu ekki nýtt sér náms- og starfsráðgjöf í Háskóla Íslands. Þeir voru sammála um að nauðsynlegt er að kynna þjónustu náms- og starfsráðgjafar betur, hvert hlutverk hennar er og hugsanlegan ávinning. Rannsóknin getur gagnast náms- og starfsráðgjöfum í ráðgjöf fyrir einstaklinga sem standa frammi fyrir náms- og starfsvali og styrkir stoðir um mikilvægi þess að greina ástæður að baki erfiðleikum við náms- og starfsval svo ávinningur ráðgjafar megi vera sem bestur. The purpose of this study was to explore the experience of people that have been dealing with problems related to indecision about their career choices and how they have used career support services such as counselling. The study was conducted amongst selfidentified undecided students at University of Iceland. This study used the consiturations towards Brown and Rector, 2007 four factor model, negative affectivity, lack of informations and lack of readiness, 4th factor as a broad conceptual ...