„Ég fíla Kolaportið.“ Saga Kolaportsins og hlutverk þess í íslensku samfélagi

Kolaportið, flóamarkaður Reykjavíkur, hefur verið vinsæll samkomustaður Reykvíkinga síðastliðin 26 ár. Flóamarkaðir eru almennt mjög fjölbreytt og litrík fyrirbæri sem hægt er að nota sem rannsóknarsvið í félagslegum, sagnfræðilegum og hagfræðilegum rannsóknum. Í þessari ritgerð verður fjallað um ei...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Roje, Lara, 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Bachelor Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23522
Description
Summary:Kolaportið, flóamarkaður Reykjavíkur, hefur verið vinsæll samkomustaður Reykvíkinga síðastliðin 26 ár. Flóamarkaðir eru almennt mjög fjölbreytt og litrík fyrirbæri sem hægt er að nota sem rannsóknarsvið í félagslegum, sagnfræðilegum og hagfræðilegum rannsóknum. Í þessari ritgerð verður fjallað um einkenni, sögu og skipulag Kolaportsins. Fjallað verður um áhrif sem tilteknir þættir Kolaportsins hafa á samfélagið og hvernig þau endurspegla menningu í Reykjavík. Í ritgerðinni sem hér liggur fyrir verður saga Kolaportsins spunnin úr minningum fólks sem stofnaði það og þeirra sem halda öllum hjólum gangandi. Einnig verður athygli beint að hlutum og fyrirbærum sem sýna þau áhrif sem Kolaportið hefur á samfélagið í Reykjavík og víðar. Litið verður á matvælamarkaðinn og hvernig íslenskar matarvenjur endurspeglast í honum. Íslenska lopapeysa verður einnig tekin til rannsóknar sem eins konar þjóðartákn Íslendinga og loks verður íslensk bókmenning skoðuð og hvernig hún birtist í Kolaportinu. Heimildir sem voru notaðar við ritgerðarsmíðina komu úr öllum áttum; dagsblaðagreinar, viðtöl, bæklingar, fræðigreinar, auglýsingar og skýrslur. Einnig var litið í vinsæla skáldsögu eftir Hallgrím Helgason, 101 Reykjavík, þar sem titill ritgerðarinnar kemur úr henni. Eins og söguhetja bókarinnar, Hlynur Björn Hafsteinsson, fílar höfundur þessarar ritgerðar Kolaportið.