Stefnur um ábyrgar fjárfestingar hjá íslenskum viðskiptabönkum

Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hvernig upplýsingar um ábyrgar fjárfestingar birtast á heimasíðum íslenskra viðskiptabanka; Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Rannsakandi notaðist við fyrirliggjandi gögn, upplýsingar sem bankarnir sjálfir hafa gefið út, ársskýrslur, gögn á heimas...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erla Sóldís Þorbergsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23481
Description
Summary:Markmiðið með þessari rannsókn var að skoða hvernig upplýsingar um ábyrgar fjárfestingar birtast á heimasíðum íslenskra viðskiptabanka; Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans. Rannsakandi notaðist við fyrirliggjandi gögn, upplýsingar sem bankarnir sjálfir hafa gefið út, ársskýrslur, gögn á heimasíðum þeirra og í skýrslum sem hafa verið gefnar út varðandi málefnið til að kanna hvort bankarnir höfðu sett sér stefnu um ábyrgar fjárfestingar og ef sú var raunin var skoðað hvaða aðferðum þeir beittu til að framfylgja stefnunni. Helstu niðurstöður voru þær að bankarnir eru komnir mislangt á veg þegar kemur að ábyrgum fjárfestingum og innleiðingu stefnu þar að lútandi. Íslandsbanki og Landsbankinn hafa birt stefnu um ábyrgar fjárfestingar á opinberum vettvangi en það hefur Arion banki ekki gert þó að ábyrgar fjárfestingar komi fram með óbeinum hætti í stefnu bankans um samfélagslega ábyrgð. Íslandsbanki er nýbyrjaður að vinna eftir stefnu um ábyrgar fjárfestingar (haustið 2015) en Landsbankinn hóf slíka vinnu árið 2013 og er því kominn lengra á þessu sviði eftir því sem skoðun umræddra gagna leiðir í ljós. Íslandsbanki og Landsbankinn hafa alþjóðleg viðmið að leiðarljósi við innleiðingu stefnu um ábyrgar fjárfestingar og hafa gerst aðilar að alþjóðlegum samtökum um samfélagsábyrgð. Arion banki er ekki aðili að slíkum samtökum. Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn fylgja allir leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland um stjórnarhætti fyrirtækja. Miðað við þau gögn sem unnið var með virðast Íslandsbanki og Landsbankinn sjá sér hag í því að vinna eftir stefnu um ábyrgar fjárfestingar. Enn á eftir að koma í ljós hver ávinningurinn verður hjá Íslandsbanka, en Landsbankinn telur stefnu varðandi ábyrgar fjárfestingar hafa jákvæð áhrif á ávöxtun fjárfestinga til lengri tíma og draga úr rekstraráhættu bankans.