Kvenkyns stjórnendur á vinnumarkaði. Ferðalagið, staðan og markaðurinn

Í þessari ritgerð er farið yfir stöðu kvenna í stjórnendastöðum á Íslandi. Ritgerðin er unnin sem heimildaritgerð. Ísland er sjálfstæð þjóð með lýðræði, því ættu konur og karlar að hafa sömu tækifæri á vinnumarkaði. Farið er yfir þá vendipunkta á 20. öldinni sem hafa gert konum kleyft að vera í þeir...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Arnar Helgi Jónsson 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23473
Description
Summary:Í þessari ritgerð er farið yfir stöðu kvenna í stjórnendastöðum á Íslandi. Ritgerðin er unnin sem heimildaritgerð. Ísland er sjálfstæð þjóð með lýðræði, því ættu konur og karlar að hafa sömu tækifæri á vinnumarkaði. Farið er yfir þá vendipunkta á 20. öldinni sem hafa gert konum kleyft að vera í þeirri stöðu sem þær eru í dag. Árið 2013 var sett löggjöf á Alþingi fyrir svokallaðan kynjakvóta og er það kvótakerfi skoðað. Kostir og gallar þess eru metnir auk þess sem Íslenski vinnumarkaðurinn er skoðaður með tilliti til launamuns, atvinnuleysis, atvinnuþátttöku og einnig borinn saman við aðrar þjóðir. Menntun hefur farið vaxandi á Íslandi og þá sérstaklega hjá konum sem eru í meirihluta í háskólum, út frá því eru laun skoðuð miðað við menntun. Konur hafa alltaf þurft að kljást við hindranir í atvinnulífinu og karlar auðvitað líka en það eru vissar hindranir sem aðeins konur mæta, þær hindranir eru skoðaðar auk þess er varpað ljósi á stjórnandann og stjórnskipulag fyrirtækja. Ytra umhverfið hefur áhrif á stóran þátt kvenna í atvinnulífinu og eru þættir sem hafa hægt á framgöngu kvenna, má þar nefna fæðingarorlof, tengslanet, kynhlutverk og jafnrétti. Fyrirtækjum með yfir 25 starfsmenn er skylt að vera með jafnréttisstefnu sem gefur konum og körlum jöfn tækifæri. Staða kvenna í stjórnendastöðum hefur farið vaxandi á síðustu árum og er Ísland á góðri leið með áframhaldandi þróun í þá átt í samanburði við nágrannaþjóðir okkar. This thesis reviews the status of women in management position Iceland. Thesis is a detailed sourceessay. Iceland is an independent nation with democracy, therefore women and men should have equal opportunities in the labor market. Milestones of the 20th century that has made women able to be in the position they are in now will be viewed, however, the development could though been faster. In 2013, legislation was put in Alþingi for so-called gender quotas and the quota system inspected. Pros and cons are evaluated as well as the Icelandic labor market is examined with regard to gender pay gap, ...