Þjónusta sveitarfélaga og ánægjumælingar: Hvað skýrir ánægjumun íbúa í úthverfum og miðlægari hverfum með þjónustu Reykjavíkurborgar?

Ánægjumælingar í Reykjavíkurborg hafa síðustu ár leitt í ljós að úthverfabúar mælast óánægðari með þjónustu borgarinnar á heildina litið, samanborið við íbúa í hverfum nær miðbæ. Hér er leitast við að svara því hvað veldur þessum ánægjumun. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hlutverk ýmissa bakgrun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lilja Sigurbjörg Harðardóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23451
Description
Summary:Ánægjumælingar í Reykjavíkurborg hafa síðustu ár leitt í ljós að úthverfabúar mælast óánægðari með þjónustu borgarinnar á heildina litið, samanborið við íbúa í hverfum nær miðbæ. Hér er leitast við að svara því hvað veldur þessum ánægjumun. Markmið rannsóknarinnar er að kanna hlutverk ýmissa bakgrunnsbreyta við að útskýra ástæður mismikillar þjónustuánægju milli hverfa. Áhrif staðsetningar, stjórnmálaskoðana, pólitísks trausts og búsetulengdar á ánægju með þjónustu eru tekin sérstaklega til athugunar. Eins er gerð tilraun til að meta hvort raunverulegur munur sé á þjónustu eftir hverfum, með tilliti til innri tölulegra mælikvarða. Skoðuð eru fjölbreyttari gögn en áður hafa verið nýtt í þessum tilgangi, má þar nefna gagnasöfn frá kosningarannsóknum og þjónustukönnunum Reykjavíkurborgar og óbirt gögn frá Hagstofu Íslands. Helstu niðurstöður eru þær að pólitískar skoðanir íbúa virðast hafa mótandi áhrif á ánægju þeirra með þjónustu borgarinnar. Íbúaánægja virðist ekki tengd auknum fjárútlátum í hverfi eða búsetulengd íbúa. Mikilvægt er að borgaryfirvöld séu meðvituð um pólitísk áhrif á íbúaánægju áður en ráðist er í stefnumótun og aðgerðir á grundvelli þjónustukannana. Tækifæri eru fólgin í því að borgin móti innri tölulega árangursmælikvarða þjónustu sem setja má í samhengi við ánægjumælingar íbúanna. Þannig er mögulegt að meta þjónustugæði borgarinnar með nákvæmari hætti en nú er gert. In the past years, citizen satisfaction surveys in Reykjavik have revealed that residents in the suburban areas of the city appear to be less satisfied with overall local government services compared to those living closer to the city center. The goal of this thesis is to investigate what may cause this difference. A wide variety of archival and survey data, in addition to unpublished data from Statistics Iceland, is employed to examine the role of residential location, political views, political trust, and length of residence in determining satisfaction with city services. Furthermore, an attempt is made to use service ...