„Hún var tekin af mömmu sinni og ég af mömmu minni og búið til heimili fyrir okkur.“ Reynsla fólks af því að hafa alist upp á fjölskylduheimili

Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram reynslu fólks sem dvaldi sem börn á fjölskylduheimilum Reykjavíkurborgar á árunum 1965-1991. Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar gefi innsýn í fósturráðstafanir og verði innlegg í þróun á vistunarmálum barna og unglinga. Þær ættu einnig að nýtast...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynhildur Arthúrsdóttir 1969-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23403
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar er að draga fram reynslu fólks sem dvaldi sem börn á fjölskylduheimilum Reykjavíkurborgar á árunum 1965-1991. Þess er vænst að niðurstöður rannsóknarinnar gefi innsýn í fósturráðstafanir og verði innlegg í þróun á vistunarmálum barna og unglinga. Þær ættu einnig að nýtast fósturforeldrum, félagsráðgjöfum og öðrum sem hafa með málefni fósturbarna að gera. Ritgerðin byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar. Tekin voru viðtöl við átta einstaklinga sem deildu reynslu sinni af því að hafa alist upp í lengri eða skemmri tíma á fjölskylduheimili. Bakgrunnur viðmælenda og reynsla þeirra af dvöl á fjölskylduheimili var um margt ólík en þegar á heildina er litið eru helstu niðurstöður þær að þátttakendur höfðu jákvæða upplifun af dvölinni. Almennt sögðust þeir hafa búið við öryggi, stöðugleika og gott atlæti á heimilunum og þeir töldu að erfitt hefði verið að leysa vanda fjölskyldu þeirra með öðrum hætti sé tekið mið af tíðarandanum. Flestir höfðu þeir tengst fósturforeldrum sínum sterkum böndum en misjafnt var hvort þeir staðsettu sig innan fósturfjölskyldunnar eða upprunafjölskyldu sinnar. Frásagnir sumra bentu hins vegar til að þeir væru óvissir um hvar rætur þeirra lægju. Reynsla þeirra af flakki milli heimila og stofnana áður en þeir komu á fjölskylduheimilið hafði haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir marga þeirra. Þá benda niðurstöðurnar ótvírætt til þess að þátttaka viðmælenda í eigin málum hafi engin verið og tilfinningalegur stuðningur ekki heldur umfram það sem fósturforeldrar veittu þeim. Varhugavert er að alhæfa út frá niðurstöðum rannsóknarinnar en þær gefa samt sem áður ákveðnar vísbendingar og þeim svipar einnig til niðurstaðna annarra sambærilegra rannsókna á reynslu og líðan barna í fóstri. Efnisorð: Fóstur, fósturbörn, félagsráðgjöf, fjölskylduheimili, tengsl, stöðugleiki, þátttaka. The purpose of this study is to extract the experience of people who spent their childhood at the family homes of the City of Reykjavík in the period 1965–1991. It is expected ...