Þjónandi forysta og starfsánægja í Háskóla Íslands

Fræðigreinar Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta og forystu þar sem valddreifing, athafnafrelsi starfsfólks, gagnkvæm virðing og skyldurækni við samfélagið eru meginþemu ásamt traustri leiðsögn. Þjónandi forysta getur átt vel við í háskólastofnunum sem hafa samfélagslegt hlutverk og byggja á...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Guðjón Ingi Guðjónsson 1976-, Sigrún Gunnarsdóttir 1960-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23398
Description
Summary:Fræðigreinar Þjónandi forysta er hugmyndafræði samskipta og forystu þar sem valddreifing, athafnafrelsi starfsfólks, gagnkvæm virðing og skyldurækni við samfélagið eru meginþemu ásamt traustri leiðsögn. Þjónandi forysta getur átt vel við í háskólastofnunum sem hafa samfélagslegt hlutverk og byggja á jafningjabrag akademískra starfsmanna. Erlendar rannsóknir á þjónandi forystu í háskólum sýna gildi hugmyndafræðinnar fyrir árangur háskóla. Tilgangur rannsóknarinnar var að meta vægi þjónandi forystu á fræðasviðum Háskóla Íslands og tengsl hennar við starfsánægju. Notað var hollenskt mælitæki, Servant Leadership Survey, sem metur viðhorf til næsta yfirmanns. Einnig var spurt um starfsánægju. Niðurstöður sýndu að þjónandi forysta er viðhöfð á fræðasviðunum að allnokkru marki eða 4,19 (spönn: 1-6). Af þáttum þjónandi forystu hafði ráðsmennska hæst vægi, þá fyrirgefning og efling. Alls reyndust 82,6% aðspurðra ánægð í starfi og aðhvarfsgreining sýndi jákvæða marktæka fylgni þjónandi forystu og starfsánægju. Hátt gildi þjónandi forystu er í takt við niðurstöður fyrri rannsóknar á starfsumhverfi Háskóla Íslands en ekki í takt við bandarískar rannsóknir sem sýna lítið vægi þjónandi forystu í háskólum þar. Vægi þjónandi forystu í Háskóla Íslands reyndist nokkru lægra en meðal grunnskólakennara hér á landi (4,64) og á Sjúkrahúsinu á Akureyri (4,33) en jafnhátt og á bráðamóttökum Landspítala (4,19). Marktæk tengsl þjónandi forystu og starfsánægju staðfestir sömu tengsl í bandarískum háskólum og á annars konar stofnunum hér á landi. Niðurstöður benda til þess að þjónandi forysta, ekki síst efling og hugrekki stjórnenda, sé árangursrík leið til að auka starfsánægju og geti stutt við jafningjastjórnun, sjálfstæði starfsmanna og samfélagslegt hlutverk Háskóla Íslands. Servant leadership is a philosophy of communication and leadership whith focus on decentralization, autonomy, mutual respect and commitment to society. In light of universities’ important societal role and importance of equality of academic staff it is presumed ...