Samfélagsmiðlar hjá ríkisstofnunum á Íslandi: Notkun, hlutverk og markmið

Fræðigreinar Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun og hlutverk samfélagsmiðla hjá ríkisstofnunum hérlendis. Notaðar voru megindlegar og eigindlegar aðferðir við framkvæmd hennar. Spurningalisti var sendur á rafrænu formi til allra ríkisstofnana hérlendis og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sé...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Már Einarsson 1969-, Jóhanna Gunnlaugsdóttir 1949-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2014
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23392
Description
Summary:Fræðigreinar Markmið rannsóknarinnar var að kanna notkun og hlutverk samfélagsmiðla hjá ríkisstofnunum hérlendis. Notaðar voru megindlegar og eigindlegar aðferðir við framkvæmd hennar. Spurningalisti var sendur á rafrænu formi til allra ríkisstofnana hérlendis og tekin voru hálfstöðluð viðtöl við sérfræðinga hjá stofnunum. Ekki hafa áður verið gerðar rannsóknir um þetta viðfangsefni hérlendis. Af þeim sökum þótti tímabært að gera könnun um samfélagsmiðlanotkun á opinberum stofnunum með það fyrir augum að bæta við nýrri þekkingu á sviðinu. Engar sambærilegar erlendar rannsóknir fundust en þessi rannsókn grundvallaðist á tengdum könnunum og heimildum erlendis frá. Samkvæmt niðurstöðum úr spurningakönnuninni notaði tæplega helmingur ríkisstofnana samfélagsmiðla í starfsemi sinni og voru Facebook og YouTube þeir miðlar sem voru mest nýttir. Vinsældir, útbreiðsla, notagildi og hentugleiki réðu helst vali á miðlunum. Meirihluti stofnana hafði hvorki skilgreint markmið með notkun samfélagsmiðla né ákveðið hlutverk og ábyrgð starfsmanna með notkun miðlanna. Stofnanirnar lögðu mikla áherslu á að setja kynningu og fréttir um starfsemina á samfélagsmiðla sína auk þess sem nokkuð var um tilvísanir í efni af öðrum vefsíðum. Hjá viðmælendum kom meðal annars fram að markmið með notkun samfélagsmiðla væru upplýsingamiðlun, móttaka upplýsinga, að auka sýnileika, að opna stofnanir og auka gegnsæi. Einnig töluðu þeir um mikilvægi þess að vera á persónulegum nótum á samfélagsmiðlum stofnana en hins vegar var bent á að nokkurrar hræðslu gætti á meðal stofnana við að nota samfélagsmiðla, sér í lagi við að starfsmenn sýndu mannlega hlið á þeim. Þá kom fram að frumsamið efni á samfélagsmiðlum stofnana væri í minnihluta og stofnanir beittu töluvert skipulegri miðlun efnis af vefsíðum sínum á samfélagsmiðlana. Jafnframt gerði almenningur fremur lítið af því að setja efni á samfélagsmiðla stofnana. The purpose of this research was to study the use and role of social media hosted by government institutions in Iceland. The research was ...