Greiðsluþátttaka krabbameinssjúkra: Kostnaður og áhrif

Í þessu verkefni er leitast eftir því að kortleggja greiðsluþátttökukerfi Íslands með greiðsluþátttöku krabbameinssjúkra að leiðarljósi. Jafnframt er greiðsluþátttökukerfið hér á landi borið saman við nærliggjandi lönd í verkefninu. Framkvæmd var megindleg rannsókn til þess að kanna sérstaklega áhri...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elva Dögg Baldvinsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23333
Description
Summary:Í þessu verkefni er leitast eftir því að kortleggja greiðsluþátttökukerfi Íslands með greiðsluþátttöku krabbameinssjúkra að leiðarljósi. Jafnframt er greiðsluþátttökukerfið hér á landi borið saman við nærliggjandi lönd í verkefninu. Framkvæmd var megindleg rannsókn til þess að kanna sérstaklega áhrif vegna greiðsluþátttöku hjá krabbameinssjúkum einstaklingum en slíkt hefur ekki verið gert áður hér á landi. Rannsóknarspurningar þessarar ritgerðar eru eftirfarandi: Hver er upplifun krabbameinssjúkra á þátttökukostnaði sínum vegna krabbameins? Hvaða áhrif hefur þátttökukostnaður krabbameinssjúkra á sjúklinga og fjölskyldur þeirra? Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að þátttakendur töldu krabbameinssjúka greiða of hátt hlutfall kostnaðar sem tengist rannsóknum og meðferð á krabbameini. Einnig töldu þátttakendur að kostnaðarhlutur ríkisins væri ekki nægilega hár þegar kemur að kostnaði vegna krabbameins. Jafnframt töldu margir þátttakenda greiðsluþátttöku sína vegna krabbameins hafa áhrif á sig og fjölskyldur sínar. Áhrifin voru hvað mest á fjárhag fjölskyldunnar og nefndu margir þátttakendur í því skyni að fjölskyldan hefði minna milli handanna. Ísland ver lægra hlutfalli af vergi þjóðarframleiðslu til heilbrigðismála en samanburðarlöndin Danmörk og Svíþjóð. Þá er ljóst að hið opinbera hjá samanburðarlöndunum tekur meiri þátt í greiðsluþátttöku vegna heilbrigðisþjónustu og lyfjakostnaðar en það sem sést hér á landi. Lykilorð: Greiðsluþátttaka, lyfjakostnaður, heilbrigðisþjónusta, velferðarkerfi, krabbamein, krabbameinssjúkir, áhrif. In this thesis an attempt is made to map out the payment contribution system in the Icelandic healthcare system with special focus on how the payment contribution works for cancer patients. Moreover, the healthcare payment contribution system in Iceland was compared to similar payment contribution systems in nearby countries. The thesis includes a quantitative study to explore particularly the impact of cost participation in a payment contribution system on those diagnosed with ...