Að missa félagslegt húsnæði í Reykjavík: Einkenni hópsins, ástæður og afdrif

Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða helstu einkenni þess hóps sem missti félagslegt húsnæði vegna riftun á leigusamingi og/eða útburðar í Reykjavík. Jafnframt var skoðað hvaða ástæður lágu að baki riftunar og hver afdrif einstaklinganna voru eftir flutninga úr félagslegu húsnæði. Rannsóknin va...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svanbjörg Berg Sigmarsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23325
Description
Summary:Meginmarkmið rannsóknarinnar var að skoða helstu einkenni þess hóps sem missti félagslegt húsnæði vegna riftun á leigusamingi og/eða útburðar í Reykjavík. Jafnframt var skoðað hvaða ástæður lágu að baki riftunar og hver afdrif einstaklinganna voru eftir flutninga úr félagslegu húsnæði. Rannsóknin var megindleg, þar sem innihaldsgreining á fyrirliggjandi gögnum fór fram á skrifstofu Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Sérstakur gátlisti var hafður til hliðsjónar við innihaldsgreininguna. Niðurstöðurnar eru í formi lýsandi tölfræði. Unnið var úr gögnunum í tölfræðiforritinu SPSS. Alls voru skoðaðir 110 einstaklingar sem misstu félagslegt húsnæði á árunum 2012-2015, annað hvort eingöngu vegna unar og þeir sem jafnframt voru bornir út. Helstu niðurstöður sýndu að 67% kvenna fengu einungis riftun á leigusamningi og 33% karla. Flestir voru einhleypir eða 67% og flestir leigðu í 0-2 ár, það er 39%. Þegar félagslegur bakgrunnur var skoðaður kom fram að 79% voru með sögu um geðræn vandkvæði og 64% með sögu um vímuefnafíkn (39% voru með sögu um bæði). Helsta ástæðan fyrir riftuninni voru húsaleiguskuldir, hjá 74% einstaklinga og flestir fóru á almennan leigumarkað eftir riftun á leigusamningi, 38%. Af þeim sem bornir voru út í kjölfar riftunar á leigusamningi, voru 54% karlar og 46% konur. Flestir voru einhleypir, eða um 69% og 51% leigðu í 0-2 ár. Flestir höfðu sögu um geðræn vandkvæði, 87% og þeir sem höfðu sögu um vímuefnafíkn voru 57% (41% voru með sögu um bæði). Flestir fengu riftun á leigusamningi vegna húsaleiguskulda, 85% og flestir voru húsnæðislausir eða dvöldu hjá öðrum eftir útburð, eða um 53%. Niðurstöðurnar ættu að veita ágæta sýn yfir helstu einkenni hópsins og ættu að gagnast fagaðilum sem vinna með einstaklingum sem eiga það á hættu að missa félagslegt húsnæði. Ásamt því að upplýsa um vandamál sem einstaklingarnir glíma við og í framhaldinu væri hægt að nota niðurstöðurnar til að betrumbæta þjónustuna við umræddan hóp. Lykilorð: Félagslegt leiguhúsnæði, húsnæðisleysi, húsnæði fyrst, geðræn vandkvæði, ...