Börn og greiningar. Greiningar barna innan sérfræðiþjónustu skóla

Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja þau verkefni sem sérfræðiþjónusta skóla Reykjavíkurborgar fékk inn á borð til sín á skólaárunum 2012-2013 og 2013-2014. Lagt var upp með að skoða eðli tilvísana sem berast sérfræðiþjónustunni, hversu langur biðtími væri eftir frumgreiningu og hvað væri gert...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Hafþórsdóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23309
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að kortleggja þau verkefni sem sérfræðiþjónusta skóla Reykjavíkurborgar fékk inn á borð til sín á skólaárunum 2012-2013 og 2013-2014. Lagt var upp með að skoða eðli tilvísana sem berast sérfræðiþjónustunni, hversu langur biðtími væri eftir frumgreiningu og hvað væri gert í frumgreiningarferlinu. Einnig var tekið saman hversu mörg börn fengu greiningu sérfræðiþjónstu skóla á ofangreindum skólaárum, hvaða íhlutun átti sér stað í kjölfarið og hversu mörg börn fengu stuðning félagsráðgjafa við úrvinnslu vandkvæða sinna. Rannsóknin var megindleg og notast var við innihaldsgreiningu á fyrirliggjandi gögnum frá sérfræðiþjónustu skóla hjá þjónustumiðstöð Vesturgarðs við framkvæmd hennar. Unnið var úr niðurstöðum með tölfræðiforritinu excel. Skoðaðar voru alls 150 tilvísanir sem bárust til sérfræðiþjónustu skóla hjá þjónustumiðstöð Vesturgarðs. Helstu niðurstöður voru þær að allt að 50% af heildarfjölda tilvísana er vegna barna sem glíma við einbeitingarskort. Niðurstöður sýndu einnig að 23% barna var vísað til þjónustunnar vegna tilfinningalegra erfiðleika. Almennt er ákveðnu verklagi fylgt af sérfræðiþjónustu skóla hjá Vesturgarði, eftirfylgd með málum og stuðst við fjölbreytt úrræði. Þó er dregin sú ályktun að nýta megi sérfræðiþekkingu félagsráðgjafa betur innan þessa málaflokks. Niðurstöður rannsóknarinnar geta verið gagnlegar fyrir Velferðarsvið Reykjavíkurborgar sem innsýn í hvernig málum er háttað hjá sérfræðiþjónustu skóla. Hægt er að meta út frá niðurstöðum hvað er vel gert og hvað megi bæta. Þá nýtist rannsóknin öllum þeim sem koma að málum barna sem vísað er til sérfræðiþjónustu skóla en fyrst og fremst er hún hagnýt börnunum sem málin varða því rannsókn sem þessi getur leitt af sér betri þjónustu. Lykilorð: Börn, greiningar, sérfræðiþjónusta skóla, vandkvæði, félagráðgjöf. The aim of the study was to identify the projects that specialist services in schools in the city of Reykjavík received during the school years 2012-2013 and 2013-2014. The initial idea was to view the nature ...