Byggð og náttúruvá. Viðhorf íbúa á ofanflóðasvæðum til áhættu og öryggis

Ofanflóð eru ein tegund náttúruvár hér á landi. Byggð teygir sig víða upp í hlíðar fjalla þar sem ofanflóðahætta er fyrir hendi. Mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum árið 1995 urðu til þess að andvaraleysi gagnvart hættunni var viðurkennt. Hættusvæði eru talin mun fleiri og stærri en áður var álitið og þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Margrét Valdimarsdóttir 1971-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2000
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23302
Description
Summary:Ofanflóð eru ein tegund náttúruvár hér á landi. Byggð teygir sig víða upp í hlíðar fjalla þar sem ofanflóðahætta er fyrir hendi. Mannskæð snjóflóð á Vestfjörðum árið 1995 urðu til þess að andvaraleysi gagnvart hættunni var viðurkennt. Hættusvæði eru talin mun fleiri og stærri en áður var álitið og þykir því nauðsynlegt að reisa varnir til að koma í veg fyrir skaða í framtíðinni. Í rannsókninni eru könnuð viðhorf íbúa Bolungarvíkur og Patreksfjarðar til áhættu, öryggis og varna gegn ofanflóðum. Tekin voru opin viðtöl við 64 einstaklinga. Stuðst var við viðmiðunarpunkta með helstu atriðum en lögð áhersla á að viðmælandinn kæmi sínum sjónarmiðum á framfæri. Markmiðið er að draga upp mynd af tilteknum veruleika út frá þeim sem hann upplifa. Snjóflóðahætta hefur lengi verið viðurkennd á Patreksfirði auk þess sem krapaflóð urðu fjórum að bana árið 1983. Í Bolungarvík var byggð lengst af ekki talin stafa ógn af snjóflóðum en hættan hefur verið endurmetin og er nú talin veruleg. Undanfarin ár hefur verið snjólétt á Patreksfirði á sama tíma og hús hafa margoft verið rýmd í Bolungarvík vegna hættu á snjóflóðum. Þessar ólíku aðstæður endurspeglast að sumu leyti í viðhorfum íbúa. Afstaða til ofanflóðahættu, sem og varna gegn henni, ræðst meðal annars af staðbundnum aðstæðum í náttúrufari og samfélagi, svo sem hvort snjóflóðahætta hafi skapast nýlega. Í Bolungarvík eru íbúar ekki í vafa um að bregðast eigi við hættunni en íbúar Patreksfjarðar telja annan vanda brýnni úrlausnar. Áhrif rýminga eru víðtækari en virst getur í fyrstu. Íbúar voru flestir sammála um að auðveldara sé fyrir íbúa að ákvörðun um rýmingu sé tekin fjarri staðnum. Íbúar telja margir vinnu sérfræðinga nauðsynlega til að reyna að tryggja öryggi vegna ofanflóða. Þeir fylgjast einnig mjög vel sjálfir með veðri, veðurspám og snjóalögum og reyna að meta hættuna upp á eigin spýtur. Viðtölin gáfu til kynna að konur meti hættu meiri heldur en karlar. Íbúar telja hættu af umhverfisvá í öðrum landshlutum jafn mikla eða meiri heldur en á Vestfjörðum. Ástæðu þessa má ...