Development and predictors for psychological morbidity following the 2008 earthquake in South Iceland: A prospective cohort study

Jarðskjálftum geta fylgt bæði líkamlegar heilsufarslegar afleiðingar og sálrænar, svo sem áfallastreituröskun, þunglyndi og kvíði. Lítið hefur verið rannsakað um þróun sálrænna einkenna í kjölfar jarðskjálfta. Þann 29. maí 2008 reið jarðskjálfti af stærðinni Mw 6.3 yfir suðurhluta Íslands. Af hans v...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hulda Guðmundsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23291
Description
Summary:Jarðskjálftum geta fylgt bæði líkamlegar heilsufarslegar afleiðingar og sálrænar, svo sem áfallastreituröskun, þunglyndi og kvíði. Lítið hefur verið rannsakað um þróun sálrænna einkenna í kjölfar jarðskjálfta. Þann 29. maí 2008 reið jarðskjálfti af stærðinni Mw 6.3 yfir suðurhluta Íslands. Af hans völdum urðu töluverðar skemmdir á mannvirkjum og nokkrir urðu fyrir líkamlegum meiðslum. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða þróun sálrænna einkenna á fjórum tímapunktum í kjölfar jarðskjálftans. Sérstök áhersla var lögð á að skoða áhrif bakgrunnsbreyta, fyrri áfallasögu og sálfélagslegs stuðnings á þróun einkenna. Rannsóknin var framsýn ferilrannsókn, byggð á tilviljunarúrtaki frá íbúum jarðskjálftasvæðisins (N=1516). Þátttakendur svöruðu spurningalista um lýðfræðilega þætti, fyrri áfallasögu og spurningum tengdum jarðskjálftanum tveimur mánuðum eftir jarðskjálftann og spurningalistum vegna sálrænna einkenna á fjórum tímapunktum, tveimur, fjórum, átta og tólf mánuðum eftir jarðskjálftann. Við mælingar á sálrænum einkennum voru notuð mælitækin PTSD Symptom Scale Report (PSS-SR); Beck Depression Inventory II (BDI-II); og Beck Anxiety Inventory (BAI). Sálfélagslegur stuðningur var mældur með Multidimensional Scale of Perceived Social Support (MSPSS). Tveimur mánuðum eftir jarðskjálftann mældust 5.23% þátttakenda með einkenni áfallastreituröskunar (PSS-SR>14), 6.72% með þunglyndiseinkenni (BDI-II) og 6.41% með kvíðaeinkenni. Reiknað gagnlíkindahlutfall á þróun sálrænna einkenna yfir tíma reyndist ekki marktækt, en marktæk tengsl voru á breytingum á kvíða á milli fyrsta og síðasta tímapunkts (p>0.05), einkum hjá konum (p=0.05), þátttakendum með grunnmenntun (p=0.001), fyrri upplifun af slysum/hamförum (p=0.02), fyrri upplifun af missi/sjúkdómum (p=0.05) og þeirra er urðu fyrir eignaskaða (p=0.02). Niðurstöður sýndu ekki marktæka breytingu á einkennum áfallastreituröskunar og þunglyndis fyrstu tólf mánuðina eftir jarðskjálftann en minni einkenni kvíða fundust á síðasta tímapunkti. Rannsóknin sýnir fram á mikilvægi ...