Kulnun leikskólakennara

Í ritgerðinni er greint frá niðurstöðum rannsóknar á kulnun meðal íslenskra leikskólakennara. Leitast var við að kanna tíðni hennar og hvort hún sé breytileg eftir aldri og menntun leikskólakennara. Horft var til þess hvort skortur á fagfólki, mat starfsmanna á yfirmanni og starfsmannavelta á leiksk...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Halla Ösp Hallsdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23254
Description
Summary:Í ritgerðinni er greint frá niðurstöðum rannsóknar á kulnun meðal íslenskra leikskólakennara. Leitast var við að kanna tíðni hennar og hvort hún sé breytileg eftir aldri og menntun leikskólakennara. Horft var til þess hvort skortur á fagfólki, mat starfsmanna á yfirmanni og starfsmannavelta á leikskólum hefðu áhrif á tíðni kulnunar. Megindlegri aðferðafræði var beitt til að kanna þessa þætti og stuðst var við Copenhagen Burnout Inventory (CBI) mælikvarðann en hann mælir þrjá þætti kulnunar, persónutengda kulnun, starfstengda kulnun og kulnun tengda skjólstæðingum sem í þessari rannsókn eru börn, foreldrar og samstarfsfólk. Gagna var aflað með því að senda spurningalista í tölvupósti á skráða félagsmenn í Félagi leikskólakennara. Auk þess voru lagðar fyrir þátttakendur spurningar um bakgrunn og starfsaðstæður leikskólakennara. Þetta er fyrsta megindlega rannsóknin sem framkvæmd hefur verið á kulnun meðal leikskólakennara á Íslandi. Í niðurstöðum kemur fram að umtalsverð einkenni kulnunar finnast hjá íslenskum leikskólakennurum. Kulnun er meiri eftir því sem menntunarstigið er hærra og kemur frekar fram hjá yngri einstaklingum en þeim eldri. Það að starfa með öðrum fagmönnum á deild virðist draga úr líkum á kulnun tengdri samstarfsfólki og foreldrum. Því meiri sem leikskólakennurum finnst starfsmannaveltan vera því meiri kulnunar gætir meðal þeirra og neikvætt mat leikskólakennara á leikskólastjórum eykur einnig líkur á kulnun. This paper reports the results of a study on burnout among preschool teachers in Iceland. The study explored the frequency of burnout among preschool teachers and analysed it against background variables such as age, education, lack of teachers, staff assessment of preschool principal and employee turnover. Quantitative methodology was used to examine these factors and the burnout was measured on the Copenhagen Burnout Inventory (CBI) scale. CBI measures burnout in three dimensions, personal burnout, work-related burnout and client-related burnout. Data were collected by sending an email ...