Hreyfing unglinga í 8. bekk í Vesturbæ Reykjavíkur

Hreyfing unglinga í 8. bekk í Hagaskóla í Reykjavík Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvaða aðgerðir nemendur í 8. bekk í Hagaskóla telja nauðsynlegar til að þeir hreyfi sig meira. Þannig vill rannsakandi setja fram aðgerðaáætlun sem byggir á hugmyndum þeirra og þeirri þekkingu sem vísindalega...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Bjarni Jóhannsson 1982-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23219
Description
Summary:Hreyfing unglinga í 8. bekk í Hagaskóla í Reykjavík Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvaða aðgerðir nemendur í 8. bekk í Hagaskóla telja nauðsynlegar til að þeir hreyfi sig meira. Þannig vill rannsakandi setja fram aðgerðaáætlun sem byggir á hugmyndum þeirra og þeirri þekkingu sem vísindalegar rannsóknir hafa aflað á þessu sviði. Rannsóknarspurningarnar hljóða svo: Hvaða íþróttagreinar eða hreyfingu stunda 14 ára börn í Vesturbæ Reykjavíkur? Er munur á hreyfimynstri kynjanna? Hvað telja börnin að hægt sé að gera til að auka hreyfingu þeirra? Niðurstöður leiddu í ljós að hreyfing þátttakenda var mikil, 90% þeirra stunduðu íþróttir og þar af voru 74% sem gerðu það fjórum sinnum í viku eða oftar. Algengustu íþróttagreinarnar voru fótbolti og körfubolti. Hlutfallslega fleiri drengir stunduðu íþróttir og einnig mátti greina mun á hreyfimynstri kynjanna í frímínútum þar sem drengirnir hreyfðu sig meira en stúlkurnar. Aðspurðir um hvaða breytingar á nærumhverfi sínu þátttakendur vildu helst sjá með tilliti til frekari hreyfingar voru það hindranabraut í vatni (e. wipeout), skólahreystibraut, fleiri sparkvellir, líkamsræktarstöðvar og körfuboltavellir sem fengu mestar undirtektir. Út frá niðurstöðunum má álykta að unnt sé að auka áhuga barnanna á Sundlaug Vesturbæjar, sé hún gerð meira aðlaðandi og gjaldið ef til vill haft lægra. Einnig mætti auka hreyfingu barnanna með því að kynna hlaupaleiðir í hverfinu og kenna æfingar með eins konar snjallforriti. Með úrbótum í hverfinu, bættri aðstöðu á skólalóð og breyttu fyrirkomulagi á frímínútum eru líkur á að hreyfing barnanna aukist.