Þúfurnar á Mosfellsheiði

Fátt mótar yfirborð landsins meira en samspil frosts og þýðu, sem stuðlar að margs kyns náttúrulegum ferlum sem hafa áhrif á yfirborðið. Þessi ferli hafa verið nefnd kulferli á íslensku (Ólafur Arnalds, 2010). Kulferli móta margvísleg munstur í yfirborð landsins; yfirborðsgerðir á borð við þúfur, me...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Ólafur Arnalds 1954-, Matthildur Sigurjónsdóttir 1957-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2012
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23215
Description
Summary:Fátt mótar yfirborð landsins meira en samspil frosts og þýðu, sem stuðlar að margs kyns náttúrulegum ferlum sem hafa áhrif á yfirborðið. Þessi ferli hafa verið nefnd kulferli á íslensku (Ólafur Arnalds, 2010). Kulferli móta margvísleg munstur í yfirborð landsins; yfirborðsgerðir á borð við þúfur, melatígla, rústir og jarðsilspaldra. Áhrif holklaka í jarðvegi er sérstök fræðigrein sem er m.a. er kölluð „Cryology“, „Periglacial morphology“ og „Cryopedology“ á ensku. Fræðin taka til svæða þar sem sífreri er í jörðu en einnig svæða þar sem árstíðabundið frost mótar yfirborðið og hefur áhrif á vistfræði, vatnafar og aðra náttúrulega og verkfræðilega þætti. Tímarit sem helguð eru kulferlum eru m.a. „Permafrost and Periglacial Processes“ og „Frozen Ground“, sem gefið er út á vegum alþjóðlegra samtaka um vísindi á þessu sviði: International Permafrost Association (IPA). Ólafur Arnalds gaf út sérstakt rit um kulferli árið 2010, sem ætlað er til almennrar fræðslu og kennslu á þessu svið, en ritið nefnist Kulferli, frost og mold og er Rit LbhÍ nr. 26. Það er aðgengilegt á greinasafni Landbúnaðarháskóla Íslands á netinu (www.lbhi.is – greinasafn). Þúfur eru meðal ráðandi yfirborðsgerða á landinu. Hugtakið „þúfur“, þ.e. fleirtölumyndin, er smám saman að verða alþjóðlegt hugtak með vaxandi notkun í vísindaritum (sjá t.d. Grab, 2005; Kim, 2008). Eftir sem áður hefur ekki mikið verið ritað um þúfur á Íslandi, eins og síðar verður vikið að. Ein meginkenning fyrir myndun þúfna varðar dælingu á vatni frá grunnvatnsborði eða vatnsósa jarðvegi að frostbylgju (neðri mörk klakans í jarðvegi) og því verða þúfur hæstar þar sem hæfilega langt er niður á grunnvatn. Björn Jóhannesson setti þessa kenningu fram 1960 fyrir íslenskar aðstæður en hún var skýrð frekar af ÓIafi Arnalds (2010). Matthildur Sigurjónsdóttir fékk mikinn áhuga á þúfum í námi sínu og ákvað að taka þær fyrir í BS verkefni sínu. Hún rannsakaði þúfur og mældi upp snið á nokkrum aðgengilegum stöðum á Mosfellsheiði. Megin rannsóknaspurning verkefnisins var að sjá hvernig ...