Jólatrjáaræktun á Íslandi

Ræktun jólatrjáa á Íslandi hefur verið stunduð um 70 ára skeið. Ræktunin hefur að mestu farið fram á skógræktarsvæðum og í birkiskógum eða birkikjarri. Framleiðsla jólatrjáa á ökrum hefur lítið verið stunduð hérlendis og því lítil staðbundin þekking til á þessu sviði. Erlendis er jólatrjáarækt á frj...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Else Möller 1960-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2013
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23186
Description
Summary:Ræktun jólatrjáa á Íslandi hefur verið stunduð um 70 ára skeið. Ræktunin hefur að mestu farið fram á skógræktarsvæðum og í birkiskógum eða birkikjarri. Framleiðsla jólatrjáa á ökrum hefur lítið verið stunduð hérlendis og því lítil staðbundin þekking til á þessu sviði. Erlendis er jólatrjáarækt á frjósömum ökrum algeng og slík jólatrjáaræktun er stunduð sem sjálfstæð búgrein með markvissa og umfangsmikla framleiðslu. Til að auka þekkingu og kunnáttu í jólatrjáaræktun á Íslandi var langtíma rannsóknarverkefninu „Hraðræktun jólatrjáa á ökrum“ hrundið af stað við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri árið 2009. Markmið verkefnisins var að kanna hvaða þættir hafa áhrif á ræktunina og hvaða tegundir henta til ræktunar á frjósömu landi. Langtíma markmiðið er að finna hagkvæma, fljótlega og örugga leið til að framleiða íslensk jólatré á ökrum. Fyrsta tilraun verkefnisins var sett út á Hvanneyri í frjósaman jarðveg þar sem skjólbelti höfðu verið ræktuð í kring. Tegundirnar í tilrauninni voru rauðgreni (Picea abies; kvæmið Bö), blágreni (Picea engelmannii; kvæmið Rio Grande) og stafafura (Pinus contorta; kvæmið Skagway). Aðalmarkmið tilraunarinnar var að kanna hver þessara tegunda henta best við ræktun á ökrum á Íslandi og hvaða áburðarmeðferðir gefa bestan vöxt. Niðurstöður þessa fyrsta hluta verkefnisins voru kynntar í bakkalárverkefni (BS) Else Möller „Hraðrækt jólatrjáa á ökrum: Lifun ungplantna og áhrif mismunandi áburðarmeðferða“. Árið 2011 voru tvær samanbærilegar tilraunir settar út, á Krithóli í Skagafirði og í Prestsbakkakoti í Vestur-Skaftafellssýslu. Þá var eitrunartilraun bætt við til að kanna hvort óhætt væri að heilúða yfir tré og gróður að hausti til að halda samkeppnisgróðri í skefjum, í stað endurtekinna eitrana milli trjáa, vor og síðsumars. Niðurstöður þessa verkefnis voru kynntar í meistaraverkefninu (MS) „Hraðrækt jólatrjáa á ökrum: Áhrif mismunandi ræktunaraðferða á lifun og vöxt jólatrjáa á fyrstu vaxtarstigum á ökrum“ eftir sama höfund. Í þessari skýrslu verður ekki fjallað um tilraunirnar ...