Þjónustusókn og samfélagsábyrgð í dreifbýli

Árið 2014 gerði Þekkingarnet Þingeyinga samfélagsrannsókn á svæðinu frá Jökulsá að Bakkafirði og einnig meðal íbúa Húsavíkur. Í rannsókninni var spurt um ýmsa þætti þjónustusóknar, s.s. hvert íbúar sækja matvöruverslun og heilbrigðisþjónustu. Þá var einnig spurt um ábyrgð á heimilisstörfum, aðstoð v...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Gréta Bergrún Jóhannesdóttir 1982-, Óli Halldórsson 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23170
Description
Summary:Árið 2014 gerði Þekkingarnet Þingeyinga samfélagsrannsókn á svæðinu frá Jökulsá að Bakkafirði og einnig meðal íbúa Húsavíkur. Í rannsókninni var spurt um ýmsa þætti þjónustusóknar, s.s. hvert íbúar sækja matvöruverslun og heilbrigðisþjónustu. Þá var einnig spurt um ábyrgð á heimilisstörfum, aðstoð við heimanám barna, foreldrastarf og samfélagsábyrgð. Þar voru kynjabreytur skoðaðar sérstaklega og hvernig þessi ábyrgð skiptist á milli kynjanna. Oft er rætt um að konur kjósi síður að búa á landsbyggðinni og því er forvitnilegt að skoða þessa þætti. Niðurstöður könnunarinnar voru mjög áhugaverðar. Meðal annars kom fram að íbúar á svæðinu austan Jökulsár sækja nánast enga þjónustu til Húsavíkur af því sem þó er til staðar heldur fara frekar til Akureyrar. Þá nefna margir að það vanti nýja lágvöruverslun á Húsavík og að slík þjónusta myndi auka viðskipti þeirra þar. Einnig gera margir íbúar Húsavíkur stórinnkaup utan heimabyggðar þó að lágvöruverslunin Kaskó sé á staðnum. Í rannsókninni kom skýrt fram að ábyrgð á foreldrastarfi og almennum heimilisstörfum hvílir enn meira á konum en körlum en svipuð ábyrgð hvíldi á kynjunum þegar kom að pólitískri þátttöku sem endurspeglar samt ekki hlutfall í sveitarstjórnum á svæðinu.