Norðurslóðir í íslenskum fjölmiðlum

Orðið norðurslóðir finnst ekki í íslenskri orðabók en á sér þó rúmlega aldarlanga sögu í birtingum íslenskra fjölmiðla. Í Stefnu Íslands í málefnum norðurslóða frá árinu 2011, virðist orðið vísa til landfræðilegs fasta sem Ísland sé órjúfanlegur hluti af. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða þr...

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Þórný Barðadóttir 1970-, Birgir Guðmundsson 1956-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Article in Journal/Newspaper
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23166
Description
Summary:Orðið norðurslóðir finnst ekki í íslenskri orðabók en á sér þó rúmlega aldarlanga sögu í birtingum íslenskra fjölmiðla. Í Stefnu Íslands í málefnum norðurslóða frá árinu 2011, virðist orðið vísa til landfræðilegs fasta sem Ísland sé órjúfanlegur hluti af. Tilgangur þessarar rannsóknar er að skoða þróun á notkun þessa orðs í íslenskri tungu. Út frá kenningum um mikilvægi fjölmiðla í almannarýminu (public sphere) var skoðað hvernig orðið hefur í gegnum tíðina birst í íslenskum fjölmiðlum. Stuðst var við innihaldsgreiningu (content analysis) og leitað svara við því hvort og þá hvenær Ísland varð hluti norðurslóða, í hvaða samhengi orðið hefur helst verið notað og hvort áhersluatriði birtinga orðsins, falli að alþjóðlegum kenningum um norðurslóðir (the arctic). Niðurstöður sýna að allt frá miðri síðustu öld hefur Ísland í síauknu mæli orðið hluti norðurslóða meðan áhersluatriði birtinga falla einungis að hluta að hinum alþjóðlegu kenningum um norðurslóðir. Þá hefur hlutur stjórnmála- og embættismanna í hópi viðmælenda orðið æ stærri, sem og hlutur fréttatilkynninga í birtingum, þótt þar muni nokkru milli miðla.