Opinn aðgangur að rannsóknum : tækifæri og áskoranir fyrir háskólasamfélagið á íslandi

Þessi ritgerð er gefin út með afnotaleyfi Creative Commons CC BY 4.0 sem þýðir að hver sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er með því skilyrði að upprunalegs höfundar sé getið. Rannsóknargögnin eru einnig með afnotale...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurbjörg Jóhannesdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23144
Description
Summary:Þessi ritgerð er gefin út með afnotaleyfi Creative Commons CC BY 4.0 sem þýðir að hver sem er má endurnýta hana að hluta til eða alveg, breyta, dreifa, textagreina og búa til afleidd verk í hvaða miðli sem er með því skilyrði að upprunalegs höfundar sé getið. Rannsóknargögnin eru einnig með afnotaleyfi CC BY 4.0. Hægt er að hafa samband við höfund (sibba@hi.is) til að fá hrágögn, grafík og ritvinnsluútgáfu af ritgerðinni. Fjallað er um opinn aðgang (OA) að niðurstöðum rannsókna á Íslandi í tengslum við opna fræðimennsku og alþjóðlega vísindasamfélagið. Staða opins aðgangs á Íslandi er skoðuð út frá lögum, stefnumótunum, útgáfu íslenskra vísindatímarita í ókeypis og opnum aðgangi, birtingu greina í varðveislusöfnum og þeim möguleikum sem akademískir starfsmenn hafa til að birta vísindagreinar í OA. Tekin voru viðtöl við sérfræðinga um OA. Birtingarlisti útgefinna fræðigreina akademískra starfsmanna Háskólans í Reykjavík (HR) árið 2013 var greindur út frá reglum útgefendanna um OA. Notuð voru svör við tveimur spurningum úr viðhorfakönnun um OA sem fór fram í HR vorið 2014. Niðurstöðurnar eru að OA á Íslandi er í hægum vexti. Fjórar stofnanir eru með stefnu um OA. Vísindamenn eru ekki að nýta sér reglur tímarita um birtingar vísindagreina í OA nema að litlu leyti. Hindranir sem akademískir starfsmenn halda að standi í vegi fyrir birtingu vísindagreina í OA eru byggðar á skorti á upplýsingum um OA og vöntun á aðgengi að stofnanavarðveislusafni sem þeir hafa metnað til að birta greinar í. Rætt er um þau tækifæri og áskoranir sem íslenskir háskólar standa frammi fyrir varðandi opna fræðamennsku. Skólarnir þurfa að vera með stefnu um opinn aðgang að afurðum rannsókna og menntaefni sem er í takt við það sem er að gerast alþjóðlega. Starfsmenn háskólanna þurfa að fá fræðslu um OA ásamt hvatningu, ráðgjöf og stuðningi við birtingar í OA. Háskólarnir og vísindasamfélagið á Íslandi þyrftu að taka sameiginlega ákvörðun um hvaða leiðir sé best að fara varðandi varðveislu og birtingar á efni í OA. Open Access (OA) are ...