Léttlestarkerfi á höfuðborgarsvæðinu. Forhönnun lestarleiðar

Í nýju Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Höfuðborgarsvæðið 2040, er gert ráð fyrir að hlutdeild vistvænna samganga aukist verulega á komandi árum. Hryggjarstykkið í skipulaginu er samgöngu- og þróunarás, svokölluð Borgarlína, sem mun tengja saman helstu þjónustukjarna svæðisins. Lega h...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjörg Brá Gísladóttir 1978-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Ás
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23134
Description
Summary:Í nýju Svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins 2015-2040, Höfuðborgarsvæðið 2040, er gert ráð fyrir að hlutdeild vistvænna samganga aukist verulega á komandi árum. Hryggjarstykkið í skipulaginu er samgöngu- og þróunarás, svokölluð Borgarlína, sem mun tengja saman helstu þjónustukjarna svæðisins. Lega hágæða almenningssamgangna mun móta þennan ás endanlega. Markmið þessa verkefnisins var að skoða hvernig almenningssamgöngur í formi léttlestarkerfis gæti tekið að sér þetta hlutverk. Skoðað er hvernig lega léttlestarleiðar gæti samtvinnast á sem hagkvæmastan máta núverandi legu gatnakerfisins og leitast er við að gera það þannig að hún falli vel að umhverfinu og hafi sem minnsta röskun á umferðarflæði ríkjandi gatnakerfis. Tillagan hér gerir ráð fyrir að lestarleiðarnar sem mynda svokallaða Borgarlínu séu þrjár. Ein af þessum leiðum er forhönnuð, leið C, en hún tengir saman Smáralind, Mjódd og Skeifuna og sýnt er hvernig hún liggur í plani núverandi gatnakerfis. Við forhönnunina eru tveir meginþættir hafðir að leiðarljósi. Annars vegar er það sveigjanleiki í tímatöflu og tíðni ferða og hins vegar er það að hanna leiðina þannig að sýnt sé fram á að rými fyrir lestarleiðina með tveimur lestarsporum sé nægjanlegt. Léttlestarbrautin er 5,8 km löng með sjö lestarstöðvum. Hönnunarhraði er 55 km/klst, mesta mögulega lengd lestar er 60 metrar og aðrar hönnunarforsendur eru miðaðar út frá því. Leiðin skiptist í bæði einföld og tvöföld lestarspor sem tengjast saman með skiptisporum. Lestarbrautin liggur yfir tvenn mislæg gatnamót og sextán annarskonar þveranir við götur. Gerð tímatöflu, sem sýnir verulega rýmd eða afkastagetu leiðarinnar, reyndist tiltölulega auðveld og er hönnuð þannig að lestir þurfi ekki að mætast þar sem einfalt lestarspor er. Verkefnið sýndir að vel má finna leið fyrir léttlest sem tengir Smáralind í Kópavogi við Skeifuna í Reykjavík með viðkomu í Mjódd. Engar meiri háttar hindranir eru til staðar sem koma í veg fyrir að hönnunarforsendum sé fullnægt og aðeins á örfáum stöðum þyrfti að lækka leyfilegan ...