Samanburður á atferli bleikju, salvelinus alpinus, af Laxárvatns og Ölvesvatnsstofni

Atferli fiska, eins og annara lífvera, er að einhverju leyti arfbundið og því getur verið að atferlismynstur séu mismunandi í mismunandi stofnum sömu tegundar. Þetta getur verið mikilvægur þáttur þegar veljá á stofna til eldis. Í þessu verkefni var gerður samanburður á tveimur bleikjustofnum sem upp...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðni Magnús Eiríksson 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 1995
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23119
Description
Summary:Atferli fiska, eins og annara lífvera, er að einhverju leyti arfbundið og því getur verið að atferlismynstur séu mismunandi í mismunandi stofnum sömu tegundar. Þetta getur verið mikilvægur þáttur þegar veljá á stofna til eldis. Í þessu verkefni var gerður samanburður á tveimur bleikjustofnum sem upphaflega eru komnir hvor úr sínu vatninu, annar úr Laxárvatni en hinn úr Ölvesvatni. Bæði þessi vötn eru á norðvesturlandi. Mikill munur var á atferli þessara stofna sem einkum má skýra með því að fram kom mjög ákveðið óðalsatferli hjá Ölvesvatnsstofninum en ekki hjá Laxárvatnsstofninum. Skýringin á þessu gæti tengst náttúrulegu umhverfi þeirra. Við uppsetningu tilraunarinnar voru fiskarnir teknir úr kerjum og látnir í glerbúr sem notuð voru til að fylgjast með atferli þeirra. Flutningurinn fól í sér verulega breytingu á umhverfi fiskanna. Fiskar af Laxárvatnsstofni náðu ekki að aðlagast breyttum aðstæðum og virtust ekki éta neitt að ráði á tilraunatímanum. Þessi niðurstaða gefur vísbendingu um það að Ölvesvatnsstofninn henti betur í eldi en eldisferlar innifela oft í sér breytingu á umhverfi, t.d. þegar fiskar eru látnir í stærri ker. Mikilvægt er að fiskar venjist slíkum breytingum hratt og byrji að taka fæðu sem fyrst. Einnig er ljóst að huga þarf að því að halda þéttleika það miklum að einstaka fiskar fái ekki ráðrúm til að helga sér óðal og einoka fæðuna líkt og gerðist í búrum með Ölvesvatnsfiskum.