Tónmennt á tímum nýrrar tækni : kennsluhættir og viðfangsefni í tónmennt við upphaf 21. aldar

Markmið rannsóknarinnar var að skoða hve algengt það er, og á hvaða hátt tónmenntakennarar í íslenskum grunnskólum nýti sér tölvutækni við kennslu. Það var gert með því að senda rafrænan spurningalista á tónmenntakennara. Spurningalistinn innihélt 20 spurningar, bæði fjölvalsspurningar og ritunarspu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristinn Ingi Austmar Guðnason 1988-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2015
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/23019
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að skoða hve algengt það er, og á hvaða hátt tónmenntakennarar í íslenskum grunnskólum nýti sér tölvutækni við kennslu. Það var gert með því að senda rafrænan spurningalista á tónmenntakennara. Spurningalistinn innihélt 20 spurningar, bæði fjölvalsspurningar og ritunarspurningar. Spurningalistinn var sendur til 109 tónmenntakennara í 102 skólum af öllu landinu og svöruðu 54 tónmenntakennarar sem gaf svarhlutfallið 49,5%. Mjög misjafnt var á milli tónmenntakennara hvaða bekkjum þeir kenndu tónmennt að staðaldri en munurinn var allt frá tveimur bekkjum upp í alla bekki grunnskólans. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að langflestir eða yfir 90% þátttakenda hafa aðgang að tölvu og eru þær víða vel nýttar. Heldur færri hafa aðgang að spjaldtölvu þó það sé orðið nokkuð algengt. Helsti munurinn á aðgengi að tölvum var sá að þegar um var að ræða borðtölvur inni í tónmenntastofunni var oft á tíðum einungis um eina tölvu að ræða. Í þeim tilfellum sem spjaldtölvur voru í boði var hins vegar reglan sú að oftast voru fleiri en ein spjaldtölva í boði fyrir nemendur til að vinna í. Nokkur munur var á hvernig spjaldtölvur voru notaðar samanborið við borðtölvur. Í ljós kom að þau viðfangsefni sem unnið var með á spjaldtölvur voru þess eðlis að þau virkjuðu nemendur, til dæmis með tónsköpun og útsetningum. Borðtölvur voru hinsvegar frekar notaðar í verkefni sem fólu í sér áhorf og hlustun. Enn sem komið er, er mun algengara að tónmenntakennarar notist við borðtölvur í kennslu heldur en spjaldtölvur miðað við niðurstöður rannsóknarinnar. Það verður áhugavert að fylgjast með því hvort sú þróun verði til þess að spjaldtölvurnar verði algengari í skólastarfi í framtíðinni og hvort hún muni hafa breytta kennsluhætti í för með sér.